Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 9
til þess í fámennum félögum að hafa
mikla tilbreytingu, en oftast eitthvað.
Eitt sinn skýrði formaður norska
sambandsins, frú Alette Engelhart, sem
nú er formaður Húsmæðrasambands
Norðurlanda, frá því, að hún var á ferð
nyrzt norður í Noregi, og hittist svo
á, að hún var hjá kvenfélagi hæst uppi
í f jallabyggðunum hinn 10. marz. Þetta
félag hafði auðvitað ágætt fundarefni
þennan hátíðisdag, að fá jafn ágæta
konu og frú Engelhart til þess að tala
á fundinum, en henni var líka ógleym-
anlegt hvað konurnar höfðu gert í til-
efni dagsins. Snjór var svo mikill,
að það þurfti að grafa löng mann-
hæðarhá göng inn að dyrum samkomu-
hússins, en inn í veggi þessara snjó-
gangna höfðu konurnar grafið litla
stalla, þar sem á stóðu logandi kerti.
Inni fyrir beið kaffiborðið umhyggju-
samlega undirbúið af konum úr f élaginu.
Það sem liggur til grundvallar hugs-
uninni um ákveðinn dag, sem hátiðis-
dag allra kvenna í Húsmæðrasambandi
Norðurlanda, er sé minnzt með hátíða-
fundi að kvöldinu, er það, að fá konur
til þess að sameinast á einum degi um
sameiginlega hugsjón og sameiginlegt
starf, þannig að hvert það félag, sem
heldur fund hinn 10. marz, veit að
samtímis eru haldnir hundruð kven-
félagsfunda víðs vegar um Norðurlönd
með þúsundum kvenna, sem senda
hver annarri samstilltar kveðjur yfir
loftin blá, þótt hvorki séu send bréf
eða símskeyti.
Smátt og smátt hefur snar þáttur
fundanna 10. marz orðið sá að auka
gagnkvæm kynni og vináttu meðal
norrænna kvenna, og hafa konur oft
ýmislegt efni á fundunum í þeim til-
gangi.
Þess utan hefur Húsmæðrasamband
Norðurlanda á síðari árum gengizt fyr-
ir því að ritað væri hið svokallaða
norræna bréf, og er það sent félögum
innan samtakanna. Það kemur í hlut
landanna eftir röð, að sjá um að láta
semja norræna bréfið og hefur ísland
séð um það fyrir nokkrum árum. Bréf-
ið er svo sent heim i landssamböndin,
sem senda það til félaga sinna í þeim
tilgangi, að það sé lesið upp á hátíðar-
fundinum 10. marz. Strengilega er séð
um það, að bréfið sé á fárra vitorði
fyrr en þann dag.
Talið er af þeim, sem til þekkja, að
hátiðarfundurinn á hverjum stað, nái
hámarki sínu, þegar norræna bréfið er
opnað og lesið. Þetta er venjulega ein-
hvers konar hugvekja, ætluð öllum
þeim, sem í samtökunum eru, til sam-
eiginlegrar umhugsunar, og það sem
gerir þetta sérlega áhrifamikið er það,
að konurnar sameinast allar, þótt hver
sé á sínum stað, um bréf það, sem
þeim berst af tilefni dagsins.
Nú var aftur komin röðin að okkur
að sjá um bréfið og tók frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir að sér að rita það. Bréf-
ið er nú fyrir alllöngu komið til stjórn-
ar Húsmæðrasambands Norðurlanda,
en það er ekki heimilt að birta það fyrr
en eftir 10. marz, þannig að það kem-
ur í júní-hefti Húsfreyjunnar. Óhætt
er þó að segja, að konur munu, ef til
vill betur en oft áður, finna meining-
una með því, að einbeita hugsunum
sínum að einu marki, er þær hafa lesið
hugvekju frú Aðalbjargar.
Hér er ekki gerð nein tillaga um
það, að íslenzk kvenfélög geri 10. marz
að hátíðisdegi sínum með þeim hætti,
sem hér hefur verið lýst, en vissulega
er það efni umhugsunarvert, og ekki
kannski sízt fyrir okkur, sem þurfum
að finna til þess — ekki bara að vita
það — að við erum í samtökum, sem
ná út fyrir okkar land, þar sem allir
vinna að sama markmiði, markmiði
skilnings, vináttu og samvinnu.
HÚSFREYJAN
9