Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 25
Ungbarnatreyja Sænsk fyrirmynd TREYJA þessi hefur ýmsa kosti fram yfir al- gengar ungbarnatreyjur. Handvegurinn er vel víður, hálsmálið laust við snúrur og bönd, og treyjan er lokuð að framan með hnöppum og hnappagötum. Venjulega eru peysur prjónaðar í mörgum pörtum (boðungar, bak og ermar), byrjað neðst og prjónað uppeftir, en þessi treyja er prjónuð á þverveginn, öll í einu lagi og byrjað á öðrum boðungnum. Athugið, að síðasta lykkjan á prj. er tekin laus og prjónuð sem fyrsta 1. á næsta prjóni. Efni: 100 g ,,Baby“-garn, mjúkt, fíngert ullar- garn eða ísl. eingirni. Prjónar nr. 3. Prjón: Garðaprjón. Fitijið UPP 56 I. og prjónið 6 prj. garðaprjón. 7. prj. er prjónaður brugðinn og myndast þá slétta röndin, þar sem tölurnar eru festar á. Þá er prjónað garðaprjón, þar til alls hafa verið prjónaðir 20 prjónar. Síðan er haldið áfram að prjóna garðaprjón eftir neðantöldum reglum: 1. prjónn: prjónið 44 1. 2. — snúið við og prj. 44 1. 3. — prj. 50 1. 4. — snúið við og prj. 50 1. 5. — prj. 56 1. 6. — snúið við og prj. 56 1. Með þessu móti fæst vídd í treyjuna og beru- stykkið myndast. Þegar alls er búið að prjóna 61 prjón, er byrj- að á erminni. Prjónið 23 1. frá hálsmálinu, fitjið upp 33 nýjar 1., en látið þær 33 1., sem eftir verða, á öryggisnælu. Prjónið síðan áfram eftir sömu reglum og áður, nema hvað á erminni er einnig snúið við 10 1. neðan frá 6. hvern prjón og myndast við það nokkurs konar fit neðan á erminni. Prjónið 82 prjóna alls, fellið síðan af 33 1., laust, og látið 33 1. af öryggisnælunni upp á prjóninn aftur til hinna 23. Prjónið síðan bakið, alls 116 prjóna. til skiptis 6 umferðirnar, sem áður voru nefndar. Prjónið því næst seinni erm- ina eins og þá fyrri. Seinni boðungurinn er prjónaður sem hér segir: Fyrst er prj. 41 prj., til skiptis umferðirn- ar 6. Þá eru prj. 12 prjónar venjulegt garða- prjón. 13. prj., sem prj. er frá hálsmáli og niður, er prjónaður slétt. Næsti prj. (14.) er prjónaður brugðinn og eru búin til 4 hnappagöt um leið á eftirfarandi hátt: Prjónaðar 9 1., 3 1. felldar af, prj. 11 1., 3 1. felldar af, prj. 11 1., 3 1. felldar af, prj. 11 1., 3 1. felldar af, prj. 2 1. Næsti prjónn er prj. slétt og eru fitjaðar upp 3 1, alls staðar í stað þeirra, sem af voru felldar. Þá eru prj. fimm prjónar garðaprj. og síðan fellt af laust. Þessu næst eru teknar upp á prjón 82 1. í hálsmálinu og prj. einn sl. prj. Næsti prjónn er prj. brugðinn og eru 1. prjónaðar saman tvær og tvær, allar nema 10 fyrstu og 10 síðustu. Þá eru prjónaðir 2 prj. slétt prjón til viðbótar og síðan fellt af laust. Verði hálsmál treyjunnar of þröngt, þegar barnið stækkar, má rekja upp líninguna og prjóna aðra með færri úrtökum. Ermarnar eru saumaðar saman, hnappagötin kappmelluð með klofnu garni, tölur festar á treyjuna og hún síðan pressuð. Ungbarnahúfa Sænsk fyrirmynd Efni: 30 g „Baby“-garn, mjúkt, fíngert ullar- garn eða ísl. eingirni. — Prjónar nr. 2% eða 3. Uppskriftin er í þremur stærðum, ungbarna- stærð, Vz árs stærð og 1—lVz árs stærð. Húfan er öll prjónuð með garðaprjóni. Fitjið upp 32 (36) 40 1. og prj. 1 prj. í lok næsta HÚSFREYJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.