Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 28

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 28
Margrét Jóhannesdóttir: Hjúkrun í heimahúsum V. 1 FYRRI blöðum Húsfreyjunnar hefur verið talað um, hvernig eiginleika og fram- komu sá þarf að hafa, er hjúkrar í við- lögum, hvernig sjúkrabaðherbergið á að vera (1. tbl. 1959), hvernig á að fram- kvæma hitamælingu, púlstalningu og morgunsnyrtingu sjúklings (2. tbl.),tann- og munnhreinsun, hvernig þvegið er neð- an og hárið hirt (3. tbl.), hvernig sjúk- lingur er baðaður og búinn undir svefn- inn og hvernig fylgjast þarf með breyt- ingum og gangi sjúkdómsins og gera sjúkraskýrslu (4. tbl.). I þessum þætti skal fyrst gerð nánari grein fyrir, hvernig hirða á húðina. Allir rúmliggjandi sjúklingar þarfnast ná- kvæmrar umhyggju, hvað þetta atriði Teygjanleiki hennar hefur þau áhrif, að yfirborðið mun alltaf virka mjög lifandi, þannig að þegar sezt er á efnið, mun það gefa eftir, en dragast saman, þegar staðið er upp. f áklæði er einnig notaður hör, en þar sem hann dregur til sín fitu úr húðinni, er vafasamt að nota hann t. d. á arma stóla eða sófa. Hör hefur heldur ekki teygjanleika ullarinnar og ætti því að var- ast að hafa hör í mjúka bólstrun. Bómullaráklæði er mjög hentugt í sum- arbústaði, þar sem hægt er að lita það, svo að það þoli sterkt sólarljós. Bómull er einnig góð í rúmteppi. Varasamt er að nota köflótt áklæði á húsgögn með bogadregnum línum. Þar með er hin ákveðna lína stólsins gerð að engu. Helzt skyldi það aldrei fara saman. Einnig er órólegt mynztur varasamt í áklæði. Þar er einnig línu stólsins eða sófans hætta búin. Reykjavík, 6. febr. 1960. Guðrún I. Jónsdóttir. snertir, sérstaklega þeir sem horaðir eru, feitir, lamaðir, óhreinlegir eða mikið veik- ir; ennfremur aldrað fólk með sjúkdóma, er áhrif hafa á blóðrásina, t. d. sykur- sýki og hjartasjúkdóma. Hörundi þessara sjúklinga hættir til að roðna og verða aumt, og getur það orðið upphaf að legu- sári, sem jafnan er kvalafullt og erfitt að lækna. Því þarf að leggja aðaláherzlu á, að fyrirbyggja legusár. Þeir staðir, sem mest er hætt við legusárum, er sitjand- inn, hælarnir, herðablöðin, olnbogar og mjaðmir, og ungbörn eru viðkvæm fyrir þrýstingi á hnakkann. Umbúðir geta einn- ig orsakað sár. Nauðsynlegt getur verið að setja leguhring undir mikið veikan sjúkling, og er þá hringurinn blásinn upp og látinn innan í ver. Jafnframt getur þurft að stinga púða undir hnésbætur sjúklings, a. m. k. öðru hvoru. Þrýsting á ákveðna staði er hægt að minnka með því að skipta oft um stellingar, og er bezt að sjúklingur hjálpi sér sem mest sjálfur með það. Ef bandi er fest um rúmgaflinn aftanverðan, getur hann, með því að taka í bandið, auðveldað sér ýmsar hreyfingar. En ósjálfbjarga sjúklingum þarf að snúa í rúminu oft og iðulega. Sjúkrapottur (bekja) Margir"eiga örðugt með að nota sjúkra- pott í rúminu og vilja auk þess ekki ónáða þann,er hjálpar,nema sem allra sjaldnast. En af þessu getur leitt þvag- og hægða- tregða. Það er því nauðsynlegt, að sjúk- lingurinn fái pottinn jafnskjótt og þörfin segir til sín; þá þarf síður að grípa til hægðalyfja, en þau geta verið skaðleg, þegar til lengdar lætur. Það þarf að sjá um að sjúklingur hafi hægðir a.m.k. þriðja hvem dag, helzt daglega, og getur þurft að ráðfæra sig við lækni í þessu efni. — Sjúkrapottur er látinn ylvolgur undir sjúklinginn meðan hann beygir hnén, styður hælum og olnbogum á dýnuna og lyftir sér upp. Sá sem hjúkrar tekur þá um lendar sjúklings með vinstri hendi, dregur fötin upp með hægri, og setur pott- inn gætilega undir án þess að hánn strjúk- 28 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.