Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 16

Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 16
 sköpunarverk þeirra því ekki talizt full- klárað, fyrr en það hefur verið tekið. Er hér átt við allar þær lóðir, eða svæði, sem tilheyra íbúðarhúsum, og enn hefur ekki verið hreyft við til lagfæringar eða fegrunar. Þótt almennt sé hér vaxandi áhugi fyr- ir fegrun lóða og skrúðgarðabygginga, og mörg verkefni hafi verið leyst á því sviði að undanförnu, hefur það þó fyrst og fremst verið í stærri bæjum landsins, t.d. Akureyri og Reykjavík, sem þess hefur gætt. Mjög víða annars staðar vantar ennþá mikið á að húseigendur veiti þessu atriði nægilega athygli, og geri því skil á viðun- andi og sómasamlegan hátt; — já, sums staðar er næsta ömurlegt um að litast. Það stoðar lítt, að húsið sé vandað og fullkomið, ef næsta umhverfi þess er ekki í samræmi við það; þá missir fullkomnun- in marks — hverfur í því skipulagsleysi og róti, er í kringum húsið ríkir, og er svo víða áberandi hér á landi. Fólk ætti að hafa það hugfast, að er gest ber að garði, þá kemur hann í raun- inni inn á heimilið um leið og hann stígur inn á lóð þá, er því tilheyrir; og í mati sínu á persónuleika, manngildi og smekk þeirra er þar búa, sniðgengur hann ekki garðinn, eða umhverfið, er vega skal kosti og galla. Takmark allra íbúðarhúsaeig- enda á því að vera, að snyrta og fegra lóðir sínar — breyta þeim í skrúðgarða — strax og auðið er að loknum byggingar- framkvæmdum. Og ef rétt væri, þá þyrfti sú regla að komast á, að allir þeir, er hyggðust byggja, hugsuðu fyrir skipu- lagningu lóðarinnar um leið og húsið væri teiknað, og staðsetning hússins væri ákveðin, a.m.k. að einhverju leyti, með tilliti til þess að geta hagnýtt lóðina sem bezt undir garð. Með því móti mætti og komast hjá margvíslegu ósamræmi, og erfiðleikum, er tíðum koma í ljós við skrúðgarðabyggingar. Á þessu atriði skortir hér mjög skilning þeirra, er skera úr um staðsetningu húsa, og er það nær óskiljanlegt, þar eð flestir þeir menn hafa Mynd 2. — Mjög fjölbreyttur garður fyrir þá, sem hafa góðan tíma til umráða. 1. innkeyrsla í bifreiðaskýli, og inngangur, 2. grasflöt, 3. runn- ar og trjáplöntur í beðum, 4. blómabeð, 5. bekk- ur, 6. sandkassi, 7. snúrustæði. Að auki stakstæð tré og runnar. hlotið menntun sína hjá nágrannaþjóð- um okkar, sem taldar eru með þeim fremstu á sviði skipulagningar og garða- bygginga. Skipulagning skrúðgarða Að gefa í stuttum þætti haldgóða til- sögn um, hvernig skipuleggja skuli skrúð- garða, er vart nokkrum fært, enda mun 16 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.