Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 34
Dr. phil. Selma Jonsdóttir
LOKSINS hefur sá atburður gerzt, að
kona hefur samið og varið doktorsritgerð
við Háskóla Islands. Gerðist það laugar-
daginn 16. janúar, er frú Selma Jónsdótt-
ir, listfræðingur, varði ritgerð sína
„Dómsdagurinn í Flatatungu11.
Efni doktorsritgerðarinnar er rannsókn
á myndskurði á fjalabrotum, sem geymd
eru í Þjóðminjasafninu og komu þangað
af tveimur bæjum í Skagafirði, Flata-
tungu og Bjarnastaðahlíð. Áður hafði
ýmsum getum verið að þvi leitt hvort þar
hefðu verið myndir af orustum eða úr
einhverjum erlendum sögum, en frú Selma
færir rök að því, að þar muni hafa verið
mynd af dómsdegi í byzönskum stíl og
gerir hún samanburð á niðurröðun mynd-
anna í fjalabrotum þeim, sem hér hafa
varðveitzt og erlendum myndum af þess-
ari gerð. Segir hún að það hafi verið árið
1955, er hún kom í kirkju í Torcello á
Italíu, og sá þar mósaíkmynd frá 12. öld,
þar sem raðir af hauskúpum og fótum
í sumum myndflötunum svöruðu svo að
segja nákvæmlega til þess, sem var að
sjá á Flatatungufjölunum, að sú hug-
mynd hafi vaknað, að hugsanlegt væri að
tengsl væru milli hinnar háþróuðu ítölsku
listar, er hafði tileinkað sér sumar eigind-
ir byzönsku myndlistarinnar, og hins ein-
falda tréskurðar úti á íslandi.
Frú Selma rannsakaði síðan ýms lista-
verk, handrit og eftirmyndir, sem fjalla
um gerð dómsdagsmynda í byzönskum
stíl og varð æ sannfærðari um, að til Is-
lands hlytu að hafa borizt menningaráhrif
strax á 11. öld frá hinum ítölsku klaustr-
um, sem þá voru meðal háborga evróp-
ískrar menningar.En þá var eftir að finna,
hvar þeir þræðir lægju, sem flutt hefðu
þau áhrif, og þá rakti Selma til frásagnar
Ara fróða af hinum þremur ermsku bisk-
upum, sem til Islands komu á 11. öld. Af
orðinu ermskur hafði verið dregin sú
ályktun, að um Armeníumenn hefði verið
Dr. Selma Jónsdóttir
að ræða, en tilgáta Selmu er, að uppruni
orðsins hafi verið ,,eremit“ eða ,,hermit“,
þ. e. einsetumaður. Einlífi var mjög stund-
að á þeim tíma í klaustrum á Suður-
Italíu, en á þessum sama tíma var nafn-
frægur ábóti, Desideríus fyrir klaustrinu
í Monte Cassino á Italíu og um hann var
vitað, að hann hafði fengið listamenn frá
Constantínópel til að skreyta kirkjur. Þar
gat því verið að finna tengsl milli ítalskr-
ar listar, sem bar á sér byzanskan svip,
og tréristunnar á hinum íslenzku fjölum.
Andmælendur við doktorsvörnina báru
ekki brigður á, að þessar niðurstöður væru
á rökum reistar og hefur frú Selma vakið
athygli á merkilegum þætti í íslenzku
menningarlífi, — hinum suðrænu áhrif-
um, sem þegar láta á sér bæra á 11. öld.
Dr. phil. Selma Jónsdóttir er fædd í
Borgarnesi 22. ágúst 1917, dóttir Jóns
kaupmanns Björnssonar frá Bæ og konu
hans Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli.
Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Is-
lands árið 1935 og var við nám í Þýzka-
landi 1936. Árið 1942 lauk hún Associated
34
HÚSFREYJAN