Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 15
Óli Valur Hannesson:
SKRÚÐGARÐAR
Mynd 1. — Mjög fábrot-
inn garður, er mœtti
víða koma við til sveita.
1. gangstétt, 2. setpláss,
'3. grasflöt, 4. beð með
fjölæru og sumarblómum,
5. trjákenndur gróður í
beðum, 6. limgerði, 7.
stakstæð barrtré.
Á SÍÐASTLIÐNUM 15—20 árum hafa
orðið hér stórstígari framfarir en nokkru
sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. — Fram-
kvæmdir á ýmsum sviðum hafa verið
skógrækt verði uppteknar í húsmæðra-
skólum landsins.
Það má ef til vill segja, að þetta mál
snerti ekki kvenþjóðina sérstaklega, eða
að minnsta kosti siður en þau mál, er ég
hef rætt um hér að framan, en sé það
satt, sem sagt er, að land án skóga sé
land án framtíðar, ber þá ekki okkur,
dætrum Fjallkonunnar, að reyna að bæta
kyrtil hennar og lita hann grænan á ný?
Að lokum þetta: Fyrr á öldum voru
konur á íslandi einangraðar í strjálbýlum
sveitum landsins, nú hafa þær skyndilega
færst nær hver annarri, með bólfestu i
borgum og bæjarhverfum.
Gera má ráð fyrir því, að komandi ár
verði timar félagslegra átaka. Þess vegna
þurfa konur nú að læra að starfa saman
og nota mátt samstilltra krafta sér sjálf-
um til aukins þroska — en þjóð sinni og
landi til heilla.
óhemju umfangsmiklar; þó munu þær að
líkindum hvergi hafa verið jafn örar og
áberandi og á vettvangi íbúðarhúsabygg-
inga. Um gjörvallt land, jafnt í bæjum
sem sveitum, hafa verið reist hin mynd-
arlegustu húsakynni, og það í þúsunda-
tali. Flestir hafa kappkostað að gera þau
sem fullkomnust úr garði, jafnt að utan
sem innan. Þótt vart eigi það við um alla,
þá gildir það um marga, að þeir hafa ekk-
ert til sparað til að afla flestra þeirra
innanhúss þæginda, er nútíminn hefur upp
á að bjóða. Er fátt annað en gott um
slíka viðleitni að segja, svo framarlega
sem boginn er ekki spenntur of hátt með
tilliti til getu, því óneitanlega fylgir þessu
mikill kostnaður.
En, þótt mikið hafi áunnizt á þessu
tímabili, og mörgum hafi tekizt að ná
því marki, að koma sér upp notalegu
skjóli, er ekki þar með sagt að öllu sé
lokið; enda kemur glögglega í ljós, að
svo er ekki, þegar litið er yfir landið.
Ennþá á stór fjöldi óstígið síðasta skrefið,
sem er ekki hvað veigaminnst, þegar um
byggingu íbúðarhúss er að ræða, og getur
HÚSFREYJAN
15