Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 27
Vefnaðarvörur heimilisins
Þar koma þessi efni til greina:
Ull, bómull, hör og rayon.
Ull hefur marga góða eiginleika. Hún
er hlý og teygjanleg og þar af leiðandi
krympast hún ekki. Hún óhreinkast lítið.
Bómull er mikið notað efni. Hún er
sterk og þolir vel þvott og suðu. Ekki er
unnt að nota bómull til jafns við ull. Hún
hefur lítinn teygjanleika og krympast því
meira en ull.
Hör virkar kaldara en bómull við snert-
ingu. Þræðirnir eru ekki eins jafnir og
bómullarinnar. Hör er ekki teygjanlegur
og dregur til sín fitu. Varasamt er að þvo
hör upp úr öðru þvottaefni en því, sem
inniheldur sóda. Annars er hætta á að
efnið fái loðna áferð.
Ef vel er farið með hör, er það efni,
sem verður fallegra því lengur, sem það
er notað. Hör tekur ekki vel á móti litun.
Rayon eða gerfisilki er efni búið til
úr „cellulose" úr tré eða bómullarafgöng-
um.
Rayon er oft notað með ull eða bómull,
annað hvort ofið með efnunum eða
spunnið með þráðuunm og verður efnið
þá ódýrara heldur en hrein ull eða bóm-
ull.
Gólfteppið
Þegar fólki, sem innréttar heimili sín,
er frjálst að velja allar þær vefnaðarvör-
ur, sem það óskar sér, mun það í flestum
tilfellum vera réttast að byrja á því að
velja gólfteppi.
f fyrsta lagi er það (teppið) hið veiga-
mesta að því er vefnaðarvörum viðvíkur,
og þar af leiðandi borgar það sig að velja
það vandað, þar eð gólfteppið er sá hlut-
ur. sem sjaldnast verður skipt um. Það
hefur einnig mikil áhrif á allt herbergið,
og þegar búið er að velja liti þess og ef
til vill mynztur verða hinar vefnaðarvör-
ur herbergisins að vera valdar með tilliti
til þess.
Við teppavalið verður fólk að gera sér
ljósa þýðingu þess.
Það á að vera einangrandi og hljóð-
deyfandi og kannski hafa áhrif á her-
bergið með litum og línum þannig, að það
myndi heild fyrir ákveðinn hluta her-
bergisins.
I litlum nýtizku íbúðum með fallegum
gólfum er sjaldan nauðsynlegt að þekja
allt gólfið með teppi. Betra er að kaupa
eitt lítið af fínum gæðum fyrir sófasam-
stæðuna og síðan bæta upp með ennþá
einu, heldur en að verða sér strax úti um
eitt stórt, en lélegt, teppi.
Gluggatjöld
Þegar gluggatjöld eru valin, verður fólk
a ðgera sér ljóst, hvert hlutverk þeirra er.
1. Þau eiga að mýkja ljósið á daginn
og gera muninn á hinum ljósa rúðufleti
og dökka vegg svo mildan sem mögulegt
er.
2. Ef til vill eiga þau að þekja rúðu-
flötinn vegna leiðinlegs útsýnis, eða
hindra forvitin augu nágrannans.
3. Þau eiga að hindra að unnt sé að
sjá á kvöldin inn í stofuna að utan, en að
innan að þekja hinn myrka rúðuflöt, er
stendur sem sterk andstæða við hið upp-
lýsta herbergi.
Ef engir nágrannar eru, mun vera nóg
að nota einföld hálfgegnsæ gluggatjöld,
sem dregin eru fyrir á kvöldin, svo að
ekki sé unnt að sjá út innan frá.
Á daginn er í staðinn frjálst útsýni,
þegar gluggatjöldin hanga sitt við hvora
hlið gluggans.
Hin hálfgegnsæju gluggatjöld eru einn-
ig góð vörn gegn sterku sólarljósi.
Einnig hefur það mikið að segja, hvað
hreinlæti og efnahag viðvíkur, að hafa
eins lítið af gluggatjöldum og mögulegt
er.
Áklæði
I húsgagnaáklæði er ull án efa bezta
efnið. I áklæði koma allir beztu eiginleik-
ar ullarinnar fram.
HÚSFREYJAN
27