Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 33
Guðmundur Magnússon, hreppsnefnd- armaður færði félaginu að gjöf 10 þúsund krónur úr hreppssjóði sem viðurkenning- arvott fyrir margvísleg menningar- og líknarstörf í þágu sveitarfélagsins. For- maður ungmennafélagsins, Guðjón Hjart- arson, afhenti félaginu málverk að gjöf og þakkaði því góða samvinnu í nafni ungmennafélagsins. Þá flutti sóknarprest- urinn, sr. Bjarni Sigurðsson, þakkir sínar og annarra veizlugesta fyrir góðar veit- ingar og jafnframt færði hann félaginu þakkir fyrir margvíslega hugulsemi og rausnarlegar gjafir til kirkjunnar. Er borð voru upp tekin, var stiginn dans fram eftir nóttu af hinu mesta fjöri. ,,Húsfreyjan“ flytur Kvenfélagi Lága- fellssóknar hugheilar þakkir fyrir hálfrar aldar göfugt og ganglegt starf í þágu þjóðfélagsins og óskar því allra heilla í nútíð og framtíð. HÚSMÆÐRAKENNARASKÓLINN framhald af blaðsíðu 7 verandi nemendum skólans eru nú ráðs- konur á sjúkrahúsum, forstöðukonur á matsölustöðum, o.s.frv., svo að atvinnu- möguleikar eru mjög góðir að námi loknu. „Þær kvarta stundum undan því, að það sé erfitt að vera hér í skólanum,“ sagði Helga Sigurðardóttir í fyrrnefndu boði. ,,En þær geta heldur ekki orðið góð- ir kennarar nema þær kunni að vinna.“ Fastur kennari við skólann, auk skóla- stjóra, er Adda Geirsdóttir, en auk þess eru allmargir stundakennarar í bóklegum greinum. I miðjum september næsta haust hefst nýtt námstímabil og er óskandi að sem flestar stúlkur noti sér það tækifæri til hagnýtrar menntunar, sem skóli þessi býður. Þvi fjölmennari sem nemenda- hópurinn er, þess betur notast hinir ágætu kennslukraftar, sem þarna er á að skipa. Helga Sigurðardóttir hefur markað þau spor, sem seint munu mást, með mótun þessa skóla. Hún leggur ríka áherzlu á háttprýði og er mikið ánægjuefni að heimsækja skólann og kynnast þeim anda, sem þar ríkir um all'a framgöngu nem- enda. Allir velunnarar skólans fagna því, að hann skuli nú hafa fengið þann aðbúnað, sem ákjósanlegur má kallast. S. Th. Formannafundur K. í. árið 1960 verður haldinn í Reykjavík um eða eftir miðjan júní næstkomandi. Útsölumenn „Húsfreyjunnar“ sem kynnu að eiga í fórum sínum eftir- talin tölublöð, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslunni þau í té og senda þau á kostnað blaðsins: 3.—4. tölublað 8. árgangs. 1. tölublað 9. árgangs. 1. tölublað 10. árgangs. Afgreiðslan er á Laugarvegi 33a. RVSFREYJAN 33

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.