Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 32
Guðmundur Magnússon afhendir formanni
gjöf úr hreppsjóði
íþróttavallar, sem ungmennafélag sveit-
arinnar er að koma upp. Allmörg hin
síðari ár hefur félagið efnt til jólaskemmt-
unar fyrir öll börn sveitarinnar um jóla-
leytið.
Eins og oft vill verða, hafa ýmsar fé-
lagskonur skarað fram úr og beitt sér
fyrir ýmsum framkvæmdum félagsins,
einkum þær, er lengi hafa setið í stjórn
þess. Væri of langt mál að telja þær allar
upp. En þrátt fyrir ágæta forustu hefðu
störf félagsins aldrei orðið slík, sem raun
ber vitni, ef ekki hefði staðið að baki
þessum konum samhentar og fórnfúsar
konur, þótt þær hafi, ef til vill, verið of
hlédrægar til þess að láta á sér bera. Þess
vegna er það félagsheildin, sem þakka ber
öll hin góðu verkin.
1 afmælishófinu voru margar ræður
fluttar undir borðum, félaginu afhentar
gjafir, auk skeyta og blóma, er bárust.
árum félagsins aflað fjár með ýmsu móti
í þessu skyni, þótt erfitt væri um allt
samkomuhald, þar eð ekkert samkomu-
hús var til í hreppnum. Stofnuðu félags-
konurnar til basara, kaffisölu í réttunum
o. fl. Spöruðu þær hvorki eigin vinnu né
fé, þá er þær stóðu í stórræðum þessum.
Á þennan hátt tókst þeim framar öllum
vonum að hjálpa þeim, er með þurftu og
rétta hag þeirra, er fyrir skakkaföllum
urðu. Liðu svo mörg ár, að aðalstarf fé-
lagsins var í þessu fólgið og má geta
nærri, að mikið hafa félagskonur oft á
sig lagt bæði við kökubakstur heima fyrir,
er selja skyldi veitingar, koma upp flík-
um til að gefa á basar og síðast en ekki
sízt, að vera fjarvistum frá heimilum sín-
um heila daga til þess að vinna að þessum
félagsstörfum. Ekki voru þá bílarnir til
þess að skjótast með milli bæjanna. En
bændurnir hafa sjálfsagt verið konum
sínum samhentir og oft rétt hjálparhönd.
Án þess hefði þetta ekki verið kleift.
Enn eru líknarmálin á dagskrá félags-
ins, en auk þess er nú jafnframt unnið að
ýmsu öðru, svo sem námskeiðum og
fræðslufundum fyr-
ir húsmæður o. fl.,
er þeim má verða
til uppörvunar og
menningar. — Til
dæmis hafa félags-
konur haft fjörugar
og skemmtilegar
kvöldvökur, og þar
með aukið fjör og
félagsanda sín í
milli. Oft hefur fé-
lagið sýnt sóknar-
kirkju sinni rækt-
Guðrún Jósefsdótti'r
arsemi og rausn,
meðal annars gefið
henni skírnarfont
fagran og 40 þús-
und krónur til org-
elkaupa. Þá hefur
félagið gefið 20 þús-
und krónur á síð-
astliðnu ári til
32
HÚSFREYJAN