Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 29

Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 29
ist við hörundið. Með því er fyrirbyggt, að húðin særist af sjúkrapottinum, en það gæti orsakað legusár. Athugið, áður en farið er frá, að potturinn fari vel í rúm- inu, hækkið höfðalagið, hafið bjölluna á réttum stað. Þegar potturinn er tekinn, eru notuð sömu handtök og áður, og þarf enn að gæta þess að særa ekki húðina. Hreinsað á eftir með vatni og þerrað, en við hægðir er auk þess notaður pappír og sápa. Er þá sjúklingur lagður gætilega á hliðina meðan potturinn er tekinn og honum gert til góða. Þvoið hendur, loftið út, skrifið á sjúkraskýrslu það, sem gerzt hefur. Sjálfbjarga sjúklingur þarf að geta þvegið sér um hendur eftir að hafa hreins- að sig neðan. Fæði sjúklings Fæðið er mikið atriði í meðferð sjúk- linga, því gegnum það endurheimta þeir þrótt sinn á ný. Rúmliggjandi sjúklingur er ekki þurftarfrekur á mat; orkueyðsla hans er lítil og því fylgir lækkandi efna- skipti. En, þegar fæðumagnið er lítið, verður að velja það af stakri nákvæmni, svo að undirstöðuefnin fáist. Læknirinn segir fyrir um sérfæði (diæt), en sá sem hjúkrar, annast framreiðsluna, og ber ábyrgð á að maturinn sé samsettur á rétt- an hátt, snyrtilega framborinn, og girni- legur. Það yrði of langt mál að tala nánar um sjúkrafæðu, enda hægt að fá leiðbein- ingar hjá lækni í sérstökum tilfellum, svo sem áður er sagt. Fyrir alla er sú góða regla í gildi, að maturinn sé vel tugginn og borðaður með rólegu hugarfari í snyrti- legu umhverfi. Að mata sjúkling Það er mjög óþægilegt að geta ekki borðað sjálfur, og sá sem hjálpar, verður því að hafa nægan tíma og góða samvinnu við þann sem mataður er. Hún byrjar á að þvo sér um hendur, sezt á stól við rúmið, breiðir pentudúk undir höku sjúk- lings og styður, ef þörf gerist, annarri hendi undir höfuð hans. Hæfilega heitur maturinn er gefinn með hægð í litlum bitum og sopum. Þetta krefst þolinmæði SKRÚÐGARÐAR framhald af blaðsíðu 18 ræktun áður en landið var tekið í þarfir ibúðarbyggingarinnar, mun jafnvel al- gengara að hún hafi verið í órækt; kannske melar, holt eða jafnvel stórgrýt- isurð. Þó svo landið hafi verið í góðri ræktun áður, er frekar sjaldan hægt að reikna með miklum ávinningi af því, þar eð algengast er að umturna miskunnar- laust öllum jarðvegi við útgröft grunns- ins. Oft myndi sparast mikil fyrirhöfn, ef þess væri gætt að ryðja gróðurmold- inni til hliðar til afnota síðar meir, þar sem hún er fyrir hendi. Er erfitt að ímynda sér, að slíkt hefði í för með sér mikinn auknakostnað, þar sem unnið er með stórvirkum vélum, eins og algengast er. — Sé jarðvegur ekki fyrir hendi á lóðinni, verður að sjálfsögðu að flytja hann að. Vanda þarf val jaiðvegsins eftir beztu föngum, sé bess nokkur kostur. Ýmsir aðilar í bæjum bjóða fyrsta flokks gróðurmold til sölu. Mun sú mold ákaflega upp og ofan og á í sannleika sagt sjaldan mikið sameiginlegt við þá merk- ingu, sem orðið gróðurmold táknar. Hér er mjög oft um uppgröft úr húsgrunnum að ræða, sem tekinn er á dýpi, þar sem mold er algjörlega ófrjó. Sé maður þess vitandi, eru til ráð við því að bæta slíka mold; sé hins vegar gengizt við þeirri góðu trú, að um fyrsta flokks gróðurmold sé að ræða, getur voðinn verið vís og óbætanlegt tjón hlotizt af. Er því vert að vara almenning við öllu fagurskjalli um s. k. fyrsta flokks garða- eða gróður- mold; á slíkt má ekki trúa um of, og haga og umhyggju, og er oft undir því komið, hve vel sjúklingnum gengur að koma matnum niður. Sá sem á að drekka vel, verður jafnan að hafa ferska og lystuga drykki við hendina. Það á að skammta lítið í einu, hafa glös og bolla aðeins hálf- full og öll ilát tandurhrein og sprungu- laus. Niðurlag í næsta blaði. HÚSFREYJAN 29

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.