Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 6
Húsmæðrakennaraskóli íslands í JANÚARMÁNUÐI síðastliðnum sátu stjórn Kvenfélagasambands Islands, stjórn Minningarsjóðs Elínar Briem, nefnd sú, er annast Minningarsjóð Þor- gerðar Þorvarðardóttur, ásamt skóla- nefnd og nokkrum fleiri konum, boð í hinum nýju húsakynnum Húsmæðra- kennaraskóla íslands við Háuhlíð 9 í Reykjavík. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, bauð gesti velkomna og þakkaði sjóðum þeim, sem skólann hafa styrkt, velvild og rausn. Úr Minningarsjóði Elínar Briem hefur einum húsmæðrakennara verið veittur 5 þúsund króna styrkur til framhaldsnáms, og þar að auki hefur hann gefið skólanum málverk og veggskjöld, auk verðlauna- penings, sem þeim kennara, sem útskrif- ast hverju sinni með hæsta einkunn, er veittur. Úr Minningarsjóði Þorgerðar Þorvarðardóttur á nú að fara að veita efnilegum nemanda í Húsmæðrakennara- skólanum styrk til náms þar, eða til fram- haldsnáms. Eftir að gestir höfðu notið myndarlegr- ar máltíðar, sýndi skólastjóri þeim skóla- húsið, lýsti starfsaðstöðu þar og að síð- ustu var sýnd kvikmynd frá sumarstarfi skólans að Laugarvatni. Húsmæðrakennaraskólinn hafði aðset- ur í háskólabyggingunni, þar til Háskól- inn tók sjálfur það húsnæði til afnota. Féll þá niður kennsla um tveggja ára skeið vegna húsnæðisskorts, en að þeim tíma liðnum var skólanum fengið það hús, sem byggt var sem rektorsbústaður við væntanlega menntaskólabyggingu, sem standa átti norðan við öskjuhlíð. Er hætt var við byggingu skólahússins og eftirmaður Pálma rektors Hannessonar 6 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.