Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 17
það ekki reynt hér. Hins vegar skal bent
á örfáa þætti, sem nauðsynlegt er að hafa
til hliðsjónar við undirbúning skipulagn-
ingarinnar. — Rétt er að brýna fyrir
væntanlegum skrúðgarðseigendum, að
nauðsynlegt er fyrir þá að gefa sér góðan
tíma til að íhuga, hvernig þeir hugsa sér
að haga fyrirkomulaginu í garðinum. Það
gagnar lítið að hefjast handa um mótun
garðsins, fyrr en einhver niðurstaða um
skipulagningu hans er fengin, og hún helzt
fest á pappír. Þessu mikilsverða atriði
gleymir fjöldinn allur, sem finnur hvöt
hjá sér um að láta til skarar skríða með
fegrunarstörf. Áhugi þeirra beinist fyrst
og fremst að gróðrinum. Sjálft skipulagn-
ingaratriðið er látið liggja í léttu rúmi,
unz plönturnar hafa verið pantaðar, og
svo að segja staðið er með þær í hönd-
unum. Vandast þá málið um, hvar kunni
að vera bezt að hola þeim niður. Endir-
inn er þvi oftast sá, að plöntunum er
hnoðað á víð og dreif um alla lóðina,
venjulega án minnstu skynsemi í niður-
röðun, og oftast til óumræðilegra leiðinda,
er fram líða stundir, því þá kemur í flest-
um tilfellum í ljós, að lóðin er orðin að
einum samfelldum skógarreit, er hylur
að mestu húsið og útilokar birtu og yl.
Þegar gróðurinn er orðinn stór, tímir
enginn að gera þær ráðstafanir, sem lík-
legar væru til að bæta eitthvað fyrir-
komulagið.
Til þess að fyrirbyggja, að eitthvað í
þessari mynd eigi sér stað, þurfa garðeig-
endur í upphafi að gera sér nokkra grein
fyrir því, til hvers þeir ætla sér að nota
garðinn, m. ö. o. hvaða hlutverki hann
eigi að gegna.
Hlutverkin geta verið margvísleg; meg-
inatriðin eru þó þau að vera til fegrunar,
hvíldar og leikja. Sé garðurinn fyrst og
fremst hugsaður til hvíldar og sem leik-
völlur, er þess gætt að hafa hann sem
einfaldastan í lögun, með tiltölulega tak-
mörkuðum gróðri, er miðar fyrst og
fremst að því að fyrirbyggja sem mest
truflun af völdum umferðar og nágranna.
Grasflatir eru látnar vera sem mest ríkj-
andi. Slíkir garðar eru yfirleitt ódýrari í
byggingu og viðhaldi, og ætti að vera á
flestra manna færi að annast umhirðu
þeirra í frítímum sínum. Eigi aftur á móti
að nota garðinn til ræktunar á sem mest-
um og jafnframt fjölbreyttum skraut-
gróðri, getur verið um margbreytilega
lögun að ræða. Er það að sjálfsögðu nokk-
uð háð efnum og óskum, hvernig slíkum
görðum yrði háttað; og máski ekki hvað
sízt skiptir það máli, hversu mikinn tíma
fólk hefur til umráða til að sinna garð-
yrkjustörfum, því eindregnir skrautgarð-
ar þurfa mikla umhirðu, eigi þeir að sóma
sér vel.
Staðhættir snerta og mjög fyrirkomu-
lag garðbygginga. Með staðháttum er þó
ekki alltaf nægilega reiknað, ef dæma
skal eftir þeirri tilhneigingu margra til
að eftirlíkja í görðum sínum alls konar
hugmyndir erlendis frá, án tillits til þess,
hvort þær samræmist hérlendu umhverfi,
eða ekki.
,,Er ekki um neinn ákveðinn stíl í garða-
gerð að ræða?“ vildu sjálfsagt margir
spyrja. Jú, ýmsar stílgerðir eru fyrir
hendi, hins vegar er sjaldan leitazt við að
móta fast eftir þeim. Garðar eru ekki
hafðir eins formfastir nú og áður tíðkað-
ist. Þær kröfur eru almennt látnar ráða,
að þeir séu'óbrotnir að lögun, heppilegir
til dvalar og auðveldir í hirðingu.
Með hliðsjón af þessum atriðum kem-
ur í stórum dráttum til greina annaðhvort
að móta garða að meira eða minna leyti
óreglulega (landslagsstíll) eða hafa þá
reglulega. Garðar í óreglulegum stíl eiga
alltaf að laga sig sem eðlilegast eftir
svæðinu og umhverfinu. Reglulegir garð-
ar aftur á móti, tengjast nánar húsinu
og þurfa að vera sem mest í samræmi við
það bæði í hlutföllum og mótun. Litlar
lóðir getur þó veitzt mjög erfitt að móta
í ákveðnum stíl, enda er slíkt ekki aðal-
atriðið. Við skipulagningu má almennt
ráðleggja fólki að leita aðstoðar faglærðra
manna með lausn á sínum vandamálum,
ennfremur að teikna, eða láta teikna
garðinn sem nákvæmast upp (sjá mynd-
HÚSFREYJAN
17