Húsfreyjan - 01.10.1967, Side 37

Húsfreyjan - 01.10.1967, Side 37
jSpuvt 09 svarnð Stundum liafu húsmæSur liringt lil Leið- beiningastöðvarinnar og beSið um upp- skriftir af gömlum íslenzkum þjóðarrétt- um. Yfirleitt liefur verið unnt að finna þær uppskriftir í matreiðslubókum. Eins og kunnugt er, lagði Helga Sigurðardóttir mikla áherzlu á að birta uppskriftir af þjóðlegum íslenzkum mat. Sömuleiðis lief- ur Jóninna Sigurðardóttir og margir aðrir matreiðslubókahöfundar birt uppskriftir af slíku tagi í bókum sínum. En ég er þó sannfærð um, að til eru víða uppskriftir af ýmsum þjóðarréttum sem aldrei liafa birzt á prenli. Leiðbein- ingastöðin befur liug á að safna slíkum uppskriftum, svo að þær glatist ekki með öllu. Ef einbverjir lesendur Húsfreyjunn- ar skyldu eiga í fórum sínum uppskrift- ir af þjóðlegum réttum, biðjum við þá góðfúslega að senda þær til skrifstofu Kvenfélagasambandsins, Hallveigarstöðum, Reykjavík. Væri ekki úr vegi að birta þær uppskriftir sem berast í Húsfreyj- unni síðar meir. Spurning: Nú virðist vera meira úrval af ostum en verið liefur áður fyrr. Mig lang- ar því til þess að vita, livaða ostategundir eru framleiddar bér á landi, ennfremur livaða næringarefni eru í osti og hvernig er bezt að geyma bann. Ég bef séð osta stimplaða með spor- öskjulaga stimpli. Á lionum stendur t. d. 45% og ennfremur einliver bókstafur. Hvað þýðir það? Svar: Áður en ostur er sendur á markað, er bann merktur. Sýnir stimpillinn, live mikið fitumagn er í þurrefnum ostsins. Ennfremur merkir bókstafurinn, livar ost- urinn er framleiddur. Ostar eru framleiddir með mismunandi fitumagni. I feitum ostum er 45% fita af þurrefnunum, en einnig eru framleiddir ostar með 30% fitu. I camembert-ostum og í gráðaosti (roquefort o. fl.) er þó 50% af þurrefnunum fita. Ostur er kalkríkasta fæðutegund, sem völ er á. Þar að auki er mikið af verð- mætri eggjahvítu í osti, mikið af fosfór og nokkurt B2-vítamínmagn. Mismunandi magn af fitu og fitufylgjandi vítamínum (A og D) er í ólíkum ostategundum. Geymið ost á köldum stað. Vefjið hann í álþynnu, eða látið bann í plastpoka (polyetylen-plast). Yrnsar ostategundir: Brauðostur, skorpulaus. Hann er fram- leiddur í 5 kg aflöngum stvkkjum og seldur í plastumbúðum. 45% eða 30% fita er í þurrefnum hans. Brauðostur með raítðri skorpu, er fram- leiddur í um 4 kg aflöngum stykkjum (45% fita). Kúmenostur er eins og brauðostur, en með kúmenbragði. Scliweitzerostur er framleiddur í 12 kg kringlóttum stykkjum með parafínskorpu (45% fita). Ambassador er aflangur ostur, framleidd- ur í 2 kg stykkjum, en skorinn í 1 kg stykki til neytenda. Það er bragðsterkur ostur með 45% fitu af þurrefnunum. Tilsitter er 2 kg aflangur ostur með para- fínskorpu, bragðsterkur með 45% fitu af þurrefnunum. Port salut er lítill, bragðsterkur, frekar mjúkur ostur, seldur í litlum aflöngum stykkjum (um 200 g) sem vafin eru í ál- þvnnu (50% fita). Gráðaostur er þéttur mygluostur, seldur í þríhyrndum stykkjum (rúmlega 200 g), sem vafin eru í álþynnu (50% fita). Camembert er mjúkur, bragðsterkur mygluostur með bvítri skorpu. Þegar ost- IIÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.