Húsfreyjan - 01.10.1967, Blaðsíða 39

Húsfreyjan - 01.10.1967, Blaðsíða 39
Ef notaðir eru gleraðir pottar, er gott ráð að láta fyrst sjóða í þeim svolítið vatn og bæta síðan mjólkinni út í, ekki sízt ef á að sjóða í þeim undanrennu, því að lienni hættir enn meira lil að brenna við en nýmjólk. Jólin nálgast óðfluga og skal ])ví lil gam- ans liregða út af efni því, sem þessum þaitli er ætlað, og birta uppskrift af hrís- grjónagraut úr kennslubók banda gagn- fræðaskólum. Bókin lieitir „Unga stúlkan og eldlmsstörfin“ og er eftir Vilborgu Björnsdóttur og Þorgerði Þorgeirsdóttur. Bókin kom rit í haust bjá Ríkisútgáfu námsbóka og þykir búsmæðrakennurum mikill fengur í því að eiga kost á svo góðri kennslubók lianda nemendum. En matreiðsla á lirísgrjónagraut er nú á tækniöld ekki eins flókin list og verið hefur bér áður fyrr. Til samanburðar skal því einnig birt fyrirsögn um hvernig eigi að sjóða mjólkurmat og uppskrift af lirís- grjónagraut úr matreiðslubók, sem Þóra Andrea Nikólína Jónsdóttir gaf út á Akur- eyri árið 1858. Rísgrjónagrautur: Yi 1. vatn */2 <11 rúsínur 1 dl rísgrjón Va tsk. salt. % 1 mjólk Rísgrjónin eru soðin í vatni í 10 mín. Þá er mjólkinni bætt í og soðiö áfrain í 15-— 20 mín. við liægan liila. Ef notaðar ertt rúsínur, eru þær soðnar með síðustu 5 mínúturnar. Grauturinn er saltaður, þegar hann er soðinn. Borinn fram með mjólk eða rjómablandi. Og liér kenuir uppskrift úr matreiðslu- bók frá 1858: Þegar grautur er soðinn, þarf að gæta sérlega vel að eldinum, svo ekki brenni við. Þegar mjólkin sýður, er bezt að liella lienni úr og verka upp pottinn; er svo mjólkin aftur látin í og verður liún að sjóða áður en grjónin eru látin á. Ef pott- urinn er ekki vel góður er bezt að rjóða dálitlu af nýju smjöri um botninn, svo ekki brenni við. £ engan mjólkurmat má láta salt fyrr en búið er að taka liann ofan. Aldrei skyldi brúka þvöru við grauta eða neinn mat, því skófir kunna við það að lirærast saman við matinn, og þess vegna eru trésléifar eftir stærð pottanna beztar. Hrísgrjónagrautur úr mjólk: 4 pottar af góðri mjólk eru látnir upp, og þegar sýður er 1 pd. af skoluðum grjón- um látið ásamt vænni flís af nýju smjöri og ef til er dálítið af smásteyttum sætum möndlum til smekkbætis; loksins er dálít- ið af salti látið saman við. Suðan á að vera liér um bil U/2 stund. Þegar á borð er borið, er stráð út á samansteyttum hvítasykri og kaneli, sem er boðið um sérílagi. Fyrir litálát er haft vín eða öl með sykri í, eða rjómi, eða mjólk, sem lát- ið er í könnu ineð vör á, og standi á diski og þannig borið í kring svo liver geti tek- ið eftir þörfum. Handa 8. Hér með slæ ég botn í SPURT OG SVARAÐ að sinni. Óska ég öllum hús- inæðrum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka fyrir gott samstarf á liðnu ári. Sigrífiur Haraldsdót t i r. í síðasta tölublaði Húsfreyjunnar hefur því miður orðið sú prentvilla i greininni um fund norrœnu neytendamálanefndar- innar, að dr. Gylfi Þ. Gíslason var nefnd- ur félagsmálaráðherra, en átti að vera menntamálaráðherra, og leiðréttist það hér með. IIÚSFREYJAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.