Austurland


Austurland - 23.12.1998, Side 27

Austurland - 23.12.1998, Side 27
Jól 1998 27 einhverjum kartöflupoka. Það er ekki öll vitleysan eins. 30. desember 1997. Spítalaferð. Ég var með niðurgang þegar ég vaknaði. Við Raúl vorum saman með fyrirlestur en ég yfirgaf hann um níuleytið og fór í bælið. Svaf til 13:30, fór þá á kennarastofuna og sagðist vera veik. Var þá með dúndrandi hausverk svo ég þorði ekki annað en að fara á sjúkra- húsið og láta athuga hvort ég væri með malaríu. Raúl bauðst til að fara með mér og var ég því fegin. Fyrst fórum við á heilsu- gæslustöðina í þorpinu. Þar var enginn svo við tókum „chapa“ til Nhamatanda, sem er stærra þorp. Þar var enginn læknir heldur og sjúklingamir biðu bara fyrir utan. Eftir dágóða stund fengum við að vita að læknirinn kæmi klukkan 16:00, sem í Mósambík gæti þýttkl. 16:00, 17:00, 18:00 eða alls ekki. Við fórum þá á bráðamóttökuna og fengum að vita að ég gæti fengið hraðþjón- ustu ef ég borgaði samkvæmt taxta, sem gefinn er út fyrir út- lendinga. Ég varð ferlega fúl en gat auðvitað ekki annað og fór í blóðprufuna. A meðan við bið- um eftir niðurstöðunum gengum við á veitingastað til að fá okkur kók og mér leið strax betur. Það kom í ljós að ég var ekki með malaríu en karlinn á bráðamót- tökunni sagði að ég skyldi samt tala við lækninn og að ég þyrfti að bíða enn einu sinni. Eftir 15 mínútur sagði ég honum á minni „frábæru portúgölsku" að ég væri veik og vildi fara heim og þar sem ég hefði borgað bráða- móttökugjald ætti ég ekki að þurfa að bíða svona. Hann varð reiður og æsti sig eitthvað og fór í fússi og náði í lækninn og sagði við hann svo ég heyrði: „Hún neitar að borga.“ Raúl neitaði því og útskýrði málið og sagði mér síðan að karlinn hefði sagt þetta því hann væri svo hræddur um að ég klagaði hann. Læknirinn lét mig hafa lyfseðil fyrir höfuð- verkjarlyfi, mixtúru og hægða- stoppandi. Trúlega til að róa mig. Ég leysti þetta auðvitað ekkert út. Fór bara heim og lagði mig og drakk nóg af vökva. Fyrir fratnan jólatréið. Nemendur Margrétar og Mörtu eftir að liinni ntiklu leit að heppilegu tré var lokið. Marta og Margrét búa til jólaskraut með nemendum sínum en efni til skíkrar iðju var afmjög skornum skammti. Því var allt tínt til, jafnvel gamlar eldliúsrúllur. Tvær eiginkonur og fjórar hjákonur. A leiðinni heim spurði ég Raúl hvað hann ætti mörg systkini. Hann sagðist eiga 15 systkini. Pabbi hans átti 2 eiginkonur og 4 hjákonur og bjuggu þær allar á landareign hans. Hvað sagði móðir þín við þessu spurði ég. „Ekki neitt! Svo þegar pabbi dó, tók bróðursonur hans við stjórn fjölskyldunnar og hefðin er að hann gangi að eiga ekkjumar líka. Við ákváðum að mamma þyrfti ekki að giftast honum.“ „Akváðuð þið! Hafði mamma þín ekkert um þetta að segja,“ spurði ég forviða. „Nei,“ svaraði hann. „Venjan er að börnin og ættingjarnir ákveði það.“ „Hversu margar konur átt þú“ spurði ég þá. „Ég á nú bara tvær kærastur, en þegar ég bjó í Napula átti ég 5.“ „ Vissu þær hver af annarri,“ spurði ég. „Nei, ég var heppinn," svaraði hann. Ef eitthvað af jólapening- unum færi nú frekar til Afríku! Við eigum það öll sameiginlegt, systkinin sem vorum úti í Afríku í fyrra, að hafa nýlega sagt: „Mamma, ekki vera að kaupa jólagjöf handa okkur, okkur vantar ekkert og langar ekki í neitt!“ Ég útskýri þetta þannig að svolítil skynsemi hafi seytlað inn í hausinn á okkur í þessari Afríkudvöl. Þá tæpu níu mánuði sem við unnunt þar fundum við sífellt fyrir því hvað við vorum ríkar miðað við hina. Þó að vasa- peningamir okkar væru ekki nema 12.000 kr. á mánuði. Bömin í þorpinu gengu um skólaus, í snjáðum og götóttum fötum. Leikföngin þeirra voru bílar bún- ir til úr vír og tómum gosdósum eða bolti úr gömlum plastpok- um. Mörg þeirra komust ekki í skóla, því að fyrir utan skóla- gjöldin sem voru 12 krónur á önn hefðu foreldrarnir þurft að kaupa stílabækur og blýanta handa þeim. Þetta eru of mikil útgjöld fyrir barnmörg heimili. Þar við bætist að á meðan bömin eru í skóla geta þau ekki unnið við barnapössun, eldamennsku, vatnsburð eða önnur sveitastörf. Kennararnir, sem við unnum með, veittu sér heldur aldrei neitt. Þó þeir hefðu ágætar tekjur á mósambískan mælikvarða. Mér er minnisstætt þegar einn þeirra var veikur og bað mig um að gefa sér 18 krónur svo hann gæti keypt sér appelsínflösku. Eftir að pabbi hans missti vinnunna held- ur hann allri fjölskyldunni uppi. Hann á ein fimm yngri systkini sem hann þarf að kosta í skóla, fyrir utan að halda foreldrunum uppi og sinni eigin konu og bami. Þarna ríkir engin einstakl- ingshyggja. Allir sem hafa vinnu eru skyldugir samkvæmt hefð- inni að hjálpa öðrum sem minna mega sín. Það var svo skrítið að þegar ég hugsaði til allra fjármunanna sem ég hafði eytt í einhvem óþarfa um ævina fékk ég samviskubit. Ég man sérstaklega eftir að hafa óskað þess um jólin að eitthvað af peningunum sem eytt er í jóla- gjafir á Islandi væri kontið þarna út, þar sem þeir geta skipt sköp- um. I stað þess að vera notaðir í bók sem fer ólesin upp í hillu, glerdót sem síðan endar ofan í kassa eða á haugunum eða leik- föng sem týnast innan um öll hin leikföngin. Við sendum engan jólapakka heim og ég gaf ekki einu sinni Möggu jólagjöf. Hún gaf mér naglaklippur. Mér finnst gaman að gleðja vini og ættingja nteð gjöfum, þegar ég rekst á eitthvað sem ég veit að þeir hefðu gaman af. Eftir að hafa bú- ið í Afríku stríðir það hins vegar gegn minni bestu sannfæringu að gefa gjafir, sem mér finnst fólk ekkert hafa við að gera, bara af því að það er það sem allir gera á jólunum. Mér finnst miklu nær að senda andvirði þarflaustra gjafa til Afríku til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Marta Einarsdóttir -- * V N ÍVúffmwálmá}) Svecta^éía^ 7300 * úéáar 'Tfatðýi'iðátýam ocp /iu4t(0idiucfum öétum \ cft&bilecfia jóla óm <jy piobcvi ^ oy faÁ&an vá)&/<iifáaoÍHUm oíuum ántö oem en að CtÖa 0'skum víðskiptmnum ðkkar qhdikgrajók ðjfarsœls kötnandi árs 'Thökkum vidskiptin á átinu sem er ad lida INNRÖMMUN 0G SPEGLAGERÐ KJARNARÁSI 6 - 700 EGILSSTAÐIR

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.