Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 121
Um afdrif indóevrópsks -tl- í germönsku
119
vera um /-viðskeyti að ræða í sumum tilvikum og nokkur orðanna
kunna auk þess að vera tökuorð.
2.3.1
íla ‘uppspretta’ úr *iðlon- (Falk(Torp) 1960:461).
íli ‘akkerissteinn’ (sbr. de Vries 1962).
illur. Það orð hefur hlotið margar skýringar. Ein er sú að gera megi
ráð fyrir þolfallsmyndum á borð við *ið(i)lan, sbr. fhþ. ital (itel, idal,
idel), nú eitel\ fe. idel, ýdél, idl. Slík form gera okkur kleift að endur-
gera *iðila- sem orðstofn á germönsku stigi. Breytingin -ðl- -> -//- væri
þá norræn og síðar til komin, sbr. friðill ogfrilla. Búast hefði mátt við
*///- og e.t.v. væri ekki úr vegi að skoða framburð orðsins í nútímamáli
í ljósi þessa skýringarmöguleika.10
mél ‘tími’, sbr. (á) meðal; fe. mæl. Skv. de Vries (1962) vildi Pipping
gera ráð fyrir *minþla-, sbr. einnig fe. midl.
Selund. í fornensku eru til myndimar seþel og setl, í fomháþýsku
sedal, sedhal, sedel og hafa þessi orð einkum verið tengd indóevrópska
stofninum *sed+tlo-, sbr. einnig 1.1.2. Orðið Selund hefur verið skýrt á
ýmsa vegu. Host (1952:353) hefur stungið upp á að ofangreindan stofn
sé að finna í fyrri hluta þess orðs og hefði þá mátt búast við myndinni
*Sél-, eins og Host bendir á. Hún telur þó að lengd sérhljóða í sam-
böndum af þessu tagi hafi verið flöktandi þannig að stutta sérhljóðið í
Sel- þarfnist ekki sérstakrar skýringar.
stóll ‘staður’ á e.t.v. einnig heima hér. Ekki er útilokað að það sé
myndað eins og fhþ. stuodal og væri grundvallarmyndin þá germ.
*stöþla-.u
vál í válaður o.fl., sbr. fe. wædl, wédl, wéðl ‘fátækt’ og wædla ‘fátækur
maður’, sbr. waddle. Merkingarlega séð gæti hér sem best verið um
sama orðið að ræða. Því eru þó ekki allir sammála og m.a. taldi Sievers
10 Hreinn Benediktsson (1967—68:48—50) hefur bent á ritháttinny7/7 iyriTfífl í Hóm-
ilíubókinni og segir um það atriði (1967—68:50): „If the shortness of the vowel is in
fact old, the i of Mod. Icel. fífl must be a late development (as the í, beside i, in illur . ..,
brigsl ...)“. Ásgeir Blöndal Magnússon (1981:28) telur að illur sé e.t.v. komið úr
*elhila-. Hann telur að framburð með t.d. í ills, illt og illska, megi skýra með leng-
ingu frammælta sérhljóðsins á undan -/ + tannhljóði.
11 Sievers (1878:528) tengir fomháþýska orðið við *stöþla-. Hins er þó rétt að geta að
ekki hefur mér lánast að finna fornháþýska orðið í orðabókum.