Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 206

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 206
204 Ritdómar hæpnar eða jafnvel ógildar þar sem verið sé að fara í kringum eiginlega skýringu orðsins eða ganga út frá því að hún sé þegar gefin. En stundum er gerð og merking samsetningar svo fastmótuð að hún hefur öðlast sjálfstætt gildi gagnvart stofnorðum sínum og getur af þeim sökum átt rétt á sér sem skýringarorð. í OM er mikið um að samsetningar séu hafðar sem skýringarorð við stofnorð sín. No. straumur hefur sem einn merkingarlið skýringarorðið „rafstraumur", málari hefur skýringarorðin „húsamálari" og „listmál- ari", en bæði eru þau studd frekari skýringum, tau hefur „leirtau" að skýringarorði, ávarp er skýrt sem „ávarpsorð" (sem reyndar stenst ekki á við lýsingu uppflettiorðsins ávarpsorð), no. hagur hefur meðal annarra liða skýringarorðið „efnahagur", so. syngja er m.a. skýrð með „lofsyngja", haus hefur sem einn merkingarlið skýringarorðið „haus- kúpa", og þannig mætti lengi telja. Það kemur einnig fyrir, í skýringum á forsetningum og atviksorðum, að gripið er til orðasambanda með sjálfu uppflettiorðinu. Þannig er orðasambandið „austan við" haft til skýringar á einum lið orðsins austan, við ao. aftur eru samböndin „aftur á við“ og „aftur á bak" meðal skýringarorða, so. liggja er á ein- um stað skýrð með orðasambandinu „liggja faliinn", og einn liður fs. um hefur skýringarorðin „utan um“. Við þetta verða margar orðaskýringar ómarkvissar og losaralegar, og í OM reynist þessi skýringaraðferð oft sérlega óheppileg þar sem yfirleitt er takmarkaðan stuðning að hafa af heillegum notkunardæmum. Það er ákaflega misjafnt hversu ítarlegra og rúmfrekra skýringa uppflettiorðin krefj- ast. Sum eru svo einfaldrar gerðar að þeim verður auðveldlega lýst með einni hnitmið- aðri skýringu, jafnvel einu skýringarorði. Önnur eru svo margbrotin að notkun og merkingu að óhjákvæmilegt er að viðhafa flókna liðgreiningu og skipta lýsingu þeirra í aðal- og undirliði á kerfisbundinn hátt. Slik liðskipting er sérstaklega knýjandi þar sem saman fara margbreytileiki í merkingu og málkerfislegri, einkum setningarlegri hegðun. Hér eru sagnorðin fremst í flokki. Fyrirferð stærstu sagnorðanna er langt umfram það sem gildir um aðra orðflokka eða uppflettiorðin almennt, og til marks um fyrirferð þeirra í OM má nefna að lýsing so. taka nær yfir rösklega þrjár blaðsíður. Helstu ein- kenni sem koma til álita við lýsingu og liðgreiningu íslenskra sagnorða auk merkingar- þáttarins eru áhrifsgildi (hvort sögnin kemur fram sem áhrifssögn eða er áhrifslaus), falistjórn (þar sem um áhrifssögn er að ræða), aögreining germyndar og miðmyndar, sérstaða lýsingarhátta (nútíðar og þátíðar), ópersónuleg notkun og staða sagnarinnar með fylgiorði eða fylgilið (þ.e. notkun hennar með nátengdu atviksorði eða forsetning- arlið). Skipulegast væri að geta lýst öllum sögnum á sama hátt með tilliti til gildis þess- ara þátta, en á því eru annmarkar sem ekki er tóm til að rekja hér (og er þá ekki aðeins átt við það að þættirnir eru ekki alltaf allir fyrir hendi). En ekki verður undan því vikist að hafa einhverja meginreglu um skipan lýsingarinnar. í OM er sá háttur hafður á lýs- ingu hinna stærri sagna (sjá t.d. so. taka) að greina í tvo aðalliði eftir stöðu sagnarinnar gagnvart fylgiorði eða fylgilið, þannig að í síðari liðnum (B-lið) er gerð grein fyrir notk- un hennar með fylgiorði (fylgilið) og efnið þar flokkað eftir stafrófsröð fylgiorðanna. Aðalsamnefnari A-liðar er því sá að þar er sögnin ekki bundin fylgiorði. í A-Iiðnum kemur svo fram venjuleg töluliðun þar sem merkingin er aðalgreinimark og ræður fyr- irsögn flestra liðanna, en nokkrir (þeir öftustu) taka til setningarlegra einkenna, sérstak- lega miðmyndar, Iýsingarháttar (-hátta) og ópersónulegrar notkunar. í OM-2 er talsvert fleiri sögnum lýst með þessu sniði en í OM-1. Þar sem minna fer fyrir lýsingunni er engin tvískipting viðhöfð og notkun sagnarinnar með fylgiorði þá sýnd í einum tölu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.