Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 183
Ritdómar
Karl Sigurbjörnsson: Hvað á barnið að heita? 1500 stúlkna- og drengjanöfn
með skýringum. Setberg, Reykjavík, 1984. 120 bls.
1.Inngangur
Skömmu fyrir síðustu jól kom á markaðinn ný handbók um mannanöfn. Þá voru lið-
in 24 ár frá því að Hermann Pálsson gaf út fyrstu útgáfu bókar sinnar íslenzk manna-
nöfn. Sú bók kom reyndar út í annarri útgáfu 1981 án verulegra breytinga á vali nafna.
Það var því tímabært að út væri gefin bók ætluð almenningi, þar sem tekið væri tillit til
þeirra margvíslegu breytinga, sem orðið hafa á nafngiftum síðustu áratuga.
Höfundur segir í formála, að bókin sé ætluð foreldrum til aðstoðar við val á nafni
handa börnum sínum og hægt eigi að vera að fínna allflest nöfn, sem notuð séu í land-
inu og nothæf megi teljast. Hann getur þess einnig, að lög landsins setji því ákveðnar
skorður hvaða nöfn megi gefa og að nauðsynlegt sé að gæta þess að nafnið samræmist
þeim kröfum sem gerðar eru til nafna að íslenskum lögum.
Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað lögin segja um nafngiftir.
2. Nafnalögin
I gildi eru lög nr. 54 frá 27. júní 1925 um mannanöfn og verður hér getið helstu
atriða þeirra, en kaflinn um ættamöfn felldur úr þar sem hann skiptir ekki máli í um-
fjöllun um skírnarnöfn.
1. gr. Hver maður skal heita einu íslenzku nafni eða tveim og kenna sig til föður, móður
eða kjörföður...
2. gr. Ættarnafn má enginn taka sér hér eftir.
4. gr. Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenzkrar tungu.
Prestar skulu hafa eftirlit með, að þessum ákvæðum sé fylgt. Rísi ágreiningur um nafn,
sker heimspekideild háskólans úr.
5. gr. Nú hefur maður hlotið óþjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn áður en lög þessi voru
sett, og getur hann þá breytt nafni með leyfi konungs.
6. gr. Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir tillögum heimspekideildar háskólans, yfir þau
mannanöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skulu samkvæmt lögum þessum. Skrá þessi
skal send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum 10 ára fresti, að lok-
inni útgáfu hins almenna manntals.
7. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum ...
Eins og sjá má eru lögin ágripskennd og gefa litlar vísbendingar um, hvemig velja
skuli bami nafn. Tvær greinar af sjö fjalla um ættamöfn, en umræða um þau hafði stað-