Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 184
182
Ritdómar
ið lengi, þegar lögin voru sett. Ekki eru menn alltaf sammála um hvenær nafn er rétt
„að lögum íslenzkrar tungu“ og hvenær ekki enda hefur það hvergi verið skilgreint,
mér vitanlega, hvað sé íslenskt nafn. Segja má, að gildandi lög hafi svo lengi verið
þverbrotin í öllum greinum, að þau séu ekki annað en dauður bókstafur. í þeirri ringul-
reið sem nú ríkir, hvað nafngiftir snertir, er mikill ábyrgðarhluti að velja nöfn í hand-
bók ætlaða almenningi og nauðsynlegt að taka eins mikið tillit til gildandi laga og tök
eru á, án þess þó að vera einstrengingslegur um of. Vafalaust má deila um það hvað
telja beri íslenskt nafn frá fræðilegu sjónarmiði. Þar hlýtur að vega þungt hvort nafnið
hefur verið borið af íslenskum ríkisborgara og hvort það fellur vel að orðmyndunar- og
beygingakerfi málsins. Hins vegar er vafasamt að telja öll þau nöfn íslensk sem íslenskir
ríkisborgarar hafa borið. Á síðustu árum hefur þeim nöfnum fjölgað mjög sem óæskileg
verða að teljast t.d. vegna uppruna, beygingar eða ritháttar, og hafa sum þeirra slæðst
inn í þá bók sem hér er til umfjöllunar. í næsta kafla verður þeirra nafna getið sem und-
irritaðri varð staldrað við.
3. Eiginnöfn
3.1 Samsett nöfn
Mikill ijöldi viðurkenndra islenskra nafna er settur saman úr tveimur fiðum. Þessum
nöfnum má skipta í tvo flokka eftir gerð samsetningarliðanna. í fyrri flokkinn falla þau
nöfn sem samsett eru af tveimur stofnum. Þar eru algengastir í kvenmannsnöfnum síð-
ari liðimir -borg, -dts, -ey, -fríður, -heiður, -hildur, -rún, en í karlmannsnöfnum
-bergur, -dór, -mundur og -þór. Þótt allir þessir liðir séu notaðir í viðurkenndum ís-
lenskum nöfnum, er ekki þar með sagt að þeir gangi með hvaða forlið sem er. Einkum á
þetta við um kvenmannsnöfn, sem mynduð eru af karlmannsnöfnum að viðbættum
einhverjum fyrmefndra liða eða karlmannsnöfn af kvenmannsnöfnum, sem þó er
miklu sjaldnar. Dæmi um nöfn af þessu tagi, sem tekin eru upp í umrædda bók.1
-borg: Jónborg (1955)
-dis: Bárðdis (1941 -50), Björndís (1921-30), Branddis (1910), Jóndís (1910), Pál-
dís (1921—30). Björndis er auk þess ranglega myndað. Stofnsamsetningar af orðinu
Björn ættu að hefjast á Bjarn-. Sama gildir um nöfn eins og Hjörtína og Hjörtþór, en
þau ættu eftir sömu reglu að hefjast á Hjart-.
-ey: Jóney (UilO).
-friður: Finnfríður (1910), Jónfriður (1855), Pálfriður (1870).
-heiður: Gestheiður (1910), Grímheiður (\9\Q), Jónheiður (1870).
-hildur: Jónhildur (1910), Lofthildur (1910).
-ný: Gestný( 1910).
-rún: Baldrún (1910), Gíslrún (1910), Pálmrún (—), Pálrún (1921—30), Pétrún
(1855), Sveinrún (1910).
-bergur: Elinbergur (1910).
-dór: Sigursteindór (1855). Þetta er eina þríliðaða nafnið í bókinni, en nöfn mynduð
á þennan hátt ber að forðast.
-mundur: Elinmundur (1931 — 40).
1 Tölur í svigum segja til um elstu heimild samkvæmt útgefnum manntölum og
nafnaskrám.