Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 199
Ritdómar
197
merkingarliðurinn er: „skjár, sjónflöturá viðtökutæki sjónvarps". En þessar ábendingar
um notkunargildi orðanna skermur og skermir reynast haldlitlar þegar komið er að
samsetningum með orðinu sjónvarp, því að þar er aðeins getið samsetningarinnar sjón-
varpsskermur „skjár, sá flötur sjónvarpsviðtækis sem myndin sést á“, og ekkert varúð-
artákn haft við orðið.
Auk auðkenningar á uppflettiorðum af erlendri rót er nokkuð um það að orðasarn-
bönd með íslenskum orðum sem sækja fyrirmynd til orðasambanda i erlendu máli séu
talin vont mál. Þetta á t.d. við um orðasamböndin af og til, bjarga andlitinu, ganga
gegnum e-ð, halda upp á e-n, hafa það gott, slá e-u föstu, vera með (hafa) lausa skrúfu
og taka sigsaman. Hér er lesendum ekki fremur en ella látin í té nein vitneskja um for-
sendur matsins. Ekki er liklegt að tilmælin skili þeim árangri sem að er stefnt þegar um
er að ræða hin hversdagslegustu orðasambönd og enginn einstakur liður er erlendrar
ættar. Sá sem vill ráða stefnu bókarinnar af þessu getur hæglega ályktað sem svo að al-
mennt beri að hafna orðasamböndum sem eiga sér erlenda fyrirmynd eða hliðstæðu.
Slík krafa er þó auðvitað óraunhæf og getur alls ekki verið á dagskrá í OM.
Varúðarmerkið um vont mál er víðar að finna en meðal orða og orðasambanda af er-
lendum uppruna. Því bregður einnig fyrir með alíslenskum orðum og orðmyndum og
er þar látið taka til ýmissa atriða, og liggur satt að segja ekki alltaf ljóst fyrir hvernig
skilja eigi notkun þess. Fundið er að ýmsum styttum orðafbrigðum sem eiga rætur í
óformlegu tali, þ.á m. orðum með viðskeytinu -ó (og viðskeytinu -ó sérstaklega),
t.d. púkó, strœló, tyggjó, menntó, Versló o.fl. Orðið lögga er talið vont mál, en ekki er
fyllilega ljóst hvort það mat byggist á almennri fordæmingu á slíkum styttingum
(hjúkka og Moggi(nn) eru t.d. talin góð og gild) eða því sem segir aftan við skýringuna á
orðinu, að um niðrandi styttingu sé að ræða. Hjúkka er hins vegar talið gæluyrði og
verður naumast sagt að þessar umsagnir um stílgildi orðanna tveggja hitti beinlínis í
mark (nema gert sé ráð fyrir að löggum beri meiri virðing en hjúkkum). Enn annað er
uppi á teningnum þegar varað er við styttingarorðinu dáldill, og verður að geta sér þess
til hvort átt er við framburð orðsins eða ritháttinn, eða þá hvorttveggja. Svo undarlega
bregður hins vegar við að ekkert spurningarmerki er haft við myndina soldill þótt hana
sé einnig að finna sem uppflettimynd. Víðar er viðvörun um vont mál við orðmyndir
sem ekki er víst hvort fremur lýtur að stafsetningu eða framburði. T.d. er Jjœrri sem af-
brigði affjarri talið vont mál og en sem afbrigði af enn. Annars staðar er sýnilega varað
við óæskilegum eða röngum rithætti: meiraðsegja, meiren. En þegartil kastanna kemur
er ekki alls staðar farið að ráðum bókarinnar. Varað er við ritmyndinni revia og vísað
til myndarinnar refia. Þetta orð skýtur svo upp kollinum í lýsingu orðsins skopleikur,
og þar er rithátturinn „revía“. Hér virðast einna helst á ferðinni tilburðir til þess að
sinna hlutverki stafsetningarorðabókar, og er þetta með öðru til marks um það hversu
illa tekst að takmarka eða hemja viðfangsefni bókarinnar.
Fyrir kemur að spurningarmerkið er haft til að vara við setningargerð sem talin er
vont mál. Þannig er stuttaralega varað við ópersónulegri notkun sagnanna hlakka („ég
hlakka (?mig, mér hlakkar) til jólanna") og kenna til („ég kenni (?mig, mér kennir) til í
fætinum"). Þessu mati er þó ekki fylgt eftir til fulls því að ekkert er tekið fram um notk-
un þágufalls með so. langa. Hins vegar er varað við þágufalli með so. vanta með sér-
stakri athugasemd í lok orðbálksins: „?með ÞGF: e-m vantar, mér (þér, honum, henni)
vantar".