Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 9
GUÐRÚN KVARAN
Um -is endingu atviksorða
0. Inngangur
í þessari grein, sem að stofni er fyrirlestur, sem haldinn var á Rask-
ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins í nóvember 1989, er ætlunin að
sýna fram á að hugmynd Jakobs Grimms um uppruna /5-atviksorða eigi
við rök að styðjast. Grimm taldi að þau ættu uppruna sinn í eignarfalli
eintölu ý'a-stofna. Áður en vikið verður að huginynd Grimms verður
gerð grein fyrir /5-atviksorðum í öðrum germönskum málum. Albert
Morey Sturtevant bar brigður á kenningu Grimms og verður litið á
röksemdafærslur hans. Þá verða dregin saman þau z's-atviksorð sem
dæmi eru um í fomu máli og þau flokkuð eftir viðliðum. Að því loknu
verður fjallað á sama hátt um /'s-atviksorð í yngra máli.
Lítið hefur verið fjallað um þau atviksorð í íslensku sem enda á -is1
eins og árdegis, síðdegis ogframvegis. Tveir menn hafa þó, eins og
fram hefur komið, gert þessum flokki orða í fomíslensku nokkur skil,
þeir Grimm og Sturtevant, og verður þeirra getið nánar síðar í greininni.
Ef atviksorða af þessu tagi er að einhverju getið í íslenskum málfræði-
bókum þá er það aðeins með örfáum orðum. Alexander Jóhannesson
nefnir þau í Islenskri tungu ífornöld í upptalningu á atviksorðum sem
hann segir vera stirðnuð föll nafnorða eða fomafna. Þar nefnir hann að
eftirfarandi orð séu mynduð úr eignarfalli eintölu hvomgkyns nafnorða:
allshendis, andœris, forbergis, einhendis, samdœgris, samtíðis, sam-
týnis, snemmendis, sinnis, umhverfis, útbyrðis, vetrlengis og öllungis
og segir þau öll vera ya-stofna (Alexander Jóhannesson 1924:333-334).
í bókinni Die Suffixe im Islándischen kemst hann nákvæmar að orði og
segir að -is sé viðskey ti nokkurra atviksorða og sé að uppmna til eignar-
1 Reyndar geta sum þeirra orða, sem fjallað verður um í greininni, einnig staðið sem
forsetningar en um það atriði verður ekki rætt sérstaklega.