Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 10
8
GuðrúnKvaran
fall y'a-stofna.2 Alexander bendir á samsvarandi myndanir í latínu eins
og tanti parvi og í fomháþýsku t.d.frammortes (Alexander Jóhannes-
son 1927:55) og er því forvitnilegt að líta til annarra germanskra mála
og huga að atviksorðum sem mynduð eru þar af eignarfalli eintölu áður
en vikið verður að íslensku sérstaklega.
1. Germönsk mál
1.1. Gotneska
í gotnesku má nefna atviksorð eins og gistradagis í merkingunni
‘á morgun’ og framwigis sem merkir ‘áfram, framvegis’. Hið fyrra er
samsett úr forliðnum gistra, sem fræðimenn deila um uppruna á, og
eignarfallinu dagis af a-stofns nafnorðinu dags = ísl. dagur. Hið síðara
er samsett úr forskeytinu fram og eignarfallinu wigis af nafnorðinu
wigs = ísl. vegur, sbr. ennfremur miðensku alíes weis ‘alltaf’. Fleiri
atviksorð mætti nefna eins og andwairþis í merkingunni ‘andspænis’
og framwairþis sem merkir ‘áfram’. Það sem ýtt hefur undir myndun
þessara atviksorða er að í gotnesku var gjaman notað eignarfall tíma
og staðar. Dæmi: soh framaldra dage managaize (ef. ft.) sem merkir
orðrétt ‘sií öldruð margra daga’ og galeiþands Makedonais (ef. et.) sem
þýðir ‘farandi [til] Makedóníu’. Atviksorðin gistradagis,framwigis og
framwairþis hafa í sér fólgna tímamerkingu en andwairþis staðarmerk-
ingu (Krause 1963:130-131).
1.2 Fornháþýska
í fomháþýsku vom einnig mynduð atviksorð af eignarfalli hvor-
ugkynsorða, t.d. frammortes í merkingunni ‘áfram’ og widarortes í
merkingunni ‘aftur á bak’ af nafnorðinu ort sem þá merkti ‘oddur á
vopni, spjótsoddur’, skylt ísl. oddur, en merkir nú ‘staður’. Ur miðhá-
þýsku mætti nefna vorteiles, samsett úr forskeytinu vor og eignarfalli
hvomgkynsorðsins teil ‘hluti’, og geliches úr forskeytinu ge- og eign-
2 Nokkuð er á rciki hvort fræðimenn tali um langa Ja-stofna, ija-stofna eða /a-stofna
og hef ég látið haldast það sem höfundur, sem vísað er til, hefur notað hverju sinni. í
þessari grein er í öllum tilvikum átt við flcirkvæð hvorugkyns orð, oftast með löngu
rótaratkvæði.