Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 11
Um -is endingu atviksorða
9
arfalli nafnorðsins lich í merkingunni ‘lík’, eiginlega ‘sama líks’ sbr.
físl. glíkr. Fleiri dæmi má fínna hjá Otto Behaghel (Behaghel 192411:2,
sjá einnig Wilmanns 1896:612, Braune 1967:231 og Paul 1901:484—
485).
Af því sem á undan er farið má sjá að myndun atviksorða af eignarfalli
nafnorða og lýsingarorðaþekktist bæði í austur- og vestur-germönskum
málum og sjást þeirra enn merki í þýsku, t.d. stets ‘alltaf’, teils ‘að
hluta’, tags ‘á dagiim’ og nachts ‘ánætumar’. Nachts er lagað eftir tags
sem í eignarfalli í fomháþýsku var tages en Nacht er kvenkynsnafhorð
í þýsku rétt eins og í íslensku og var í eignarfalli í fomháþýsku naht en
sem atviksorð nahtes.
1.3 Norrœn mál
Adolf Noreen fjallaði um myndun atviksorða í fomsænsku, m.a.
um atviksorð sem mynduð em af eignarfalli eintölu nafhorða. Bendir
hann á að slík atviksorð hafi verið alltíð og nefnir sem dæmi inrikis,
ivirvœttis og útgœrþis af nafnorðunum rike, vætte og gœrþe. Oft vanti
þó dæmi um samsvarandi nafnorð en gera verði ráð fyrir að þau hafi
verið til, t.d. í atviksorðunum afsidhis, baklœngis, framléþis, inbyrþis
og rœtsblis. Önnur atviksorð séu síðan mynduð til samræmis við þessi,
t.d. útsöknis og langvœghis (Noreen 1904:362). Á samskonar myndun
í dönsku bendir Peter Skautrup í málsögu sinni (Skautmp 1947:92).
í fomu máli íslensku þekktist einnig að nota eignarfall í atvikslegri
stöðu til þess að tákna tíma, t.d.: komit annars dags og ens hindra dags
gengu hrímþursar Háva ráðs atfregna og sambönd eins og gærdags;
sama dags;fyrra dags. En atviksleg notkun eignarfalls var einnig höfð
til þess að tákna rúm eins og til dæmis: mætti hann Þór miðra garða;
settist hann miðra fleta (Nygaard 1905:152). í dæmunum fara saman
nafnorð í eignarfalli og fylgiorð þess sem oftast er lýsingarorð eða
fomafn. Það hefur því verið í fyllsta samræmi við þessa notkun eign-
arfallsins að nota eignarfall samsettra orða sem atviksorð, og samsett
orð með forskeyti eða lýsingarorðsstofni að fyrri lið em mjög oft af
hvorugkyns ý'a-stofni. Orð af þessum stofni em oftast tvíkvæð og enda
í eignarfalli á -s. Dæmi: