Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 14
12
Guðrún Kvaran
Atviksorðin útanlendis og erlendis eru sett undir land. Allnokkur
hvorugkyns nafnorð voru til í fomu máli með -lendi sem síðari sam-
setningarlið eins og aflendi, halllendi, innlendi, útlendi og tþrlendi. Því
tel ég að atviksorðin geti eins fallið í fyrri flokkinn.
Atviksorðinu heimleiðis er erfiðara að skipa í flokk. Sturtevant telur
það myndað af kvenkynsorðinu leið. Hvomgkynsorðið -leiði var mjög
algengt í samsetningum eins og t.d. hafleiði, réttleiði, róðrarleiði, sjó-
leiði, torleiði. Þau atviksorð sem enda á -leiðis geta sum verið mynduð
af leið eins og aðraleiðis en önnur allt eins af -leiði eins og hafleiðis.
Heimleiðis er eitt þeirra orða sem gætu fallið í hvom flokkinn sem er.
Af skeið telur Sturtevant atviksorðið afskeiðis myndað. Þar sem hvor-
ugkyns nafnorðið afskeiði var til í fomu máli er réttara að flytja atviks-
orðið í fyrri flokkinn.
Samtíðis gæti átt að fyrirmynd samsetningu eins og hátíðismorginn
og því myndað af -tíði fremur en kvenkyns nafnorðinu tíð.
Eftir standa þá ár, brekkajótr, hæll, sól, spánn, stund og vegr.
Rétt er að geta þess að Sturtevant nefnir atviksorðið andspœnis undir
spánn (= spónn) en ég fann ekkert dæmi um það í fomu máli og reyndar
er elsta dæmi mitt frá 17. öld úr Píslarsögu Jóns Magnússonar.3
2.4 Kenning Grimms
Sturtevant bendir í greininni á að Jakob Grimm hafi í málfræði sinni
fjallað um atviksorð með endingunni -is og hafi Grimm talið tvær
skýringar á þessari endingu: annaðhvort væri um að ræða /í-endingu
lýsingarorða af ja- eða y'ö-stofni eða eignarfall eintölu hvomgkyns ja-
stofna. Grimm var á þessum stað í málfræðinni að fjalla um atviksorð
í þýsku mynduð af eignarfalli lýsingarorða. Hann segir (Grimm 1890
111:87):
die dem mhd. widerhæres, widersinnes fast analogen altn. adv. auf is
(andhæris, andstreymis u. s. w.) wáren adjektivischer natur und hier
3 Af samanburði má sjá að Sturtevant styðst mjög við dæmasafn Grimms, sem
aftur segist hafa notað orðabók Bjöms Halldórssonar. Þar má finna bæði atviksorðið
andstreymis og andspœnis (Bjöm Halldórsson 1814:32).