Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Side 17
Um -is endingu atviksorða
15
Ordbog over det norr0ne prosasprog (1989).5 Þar sem ég hef aðeins
eina heimild um orð hef ég sett stjömu (*).
3.2.1 í/a-stofhar
byrði (um 1300) í innbyrðis, síbyrðis, útbyrðis; nafnorð: mið-
byrði, rangbyrði, sólbyrði.
degi (12. öld) í árdegis; nafhorð: hádegi, miðdegi, skamm-
degi.
deili (14. öld) í framdeilis, sérdeilis; dæmi um nafnorð: mark-
deili, misdeili, þrídeili.
dægri (13. öld) í jafndægris*, samdægris, sídægris*; nafnorð:
jafhdægri.
grenni (um 1350) í nágrennis*; nafnorð: nágrenni.
heimi (um 1350) í afheimis; sbr. naíhorðið heimi og samsetn-
ingar með heimis-.
hverfi (um 1200) í umhverfis; naftiorð: dalhverfi, hughverfi,
umhverfi.
hýsi (13. öld) í innhýsis; nafhorð: alhýsi, úthýsi.
keypi (14. öld) í ókeypis, örkeypis*; -keypi kemur fram í
mörgum samsemingum svo sem ákeypi, brigðkeypi, hag-
keypi.
kyndi (um 1300) í allskyndis; naftiorð: fjölkyndi.
kynni (15. öld) í ákynnis* og samkynnis; dæmi um nafnorð:
ástkynni, heimkynni, salkynni, ókynni.
ieiði (14. öld) í hafleiðis*, réttleiðis; dæmi um nafnorð:
byrleiði, hafleiði, réttleiði, sjóleiði.
lendi (13. öld) í aflendis, erlendis (prlendis), hallendis*, inn-
lendis, útanlendis, útlendis; -lendi kemur fyrir í fjölda sam-
setninga, t.d. brattlendi, forlendi, grunnlendi og haglendi.
lægi (14. öld) í samlægis* og sérlægis*; nafnorð: framlægi,
samlægi, skipalægi, tillægi.
5 Ég þakka starfsfólki Orðabókar Ámanefndar í Kaupmannahöfn (Ordbog over det
norrpne prosasprog (ONP)) fyrir veitta aðstoð og leyfi til þess að nota seðlasafnið.