Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 18
16
Guðrún Kvaran
mæli (14. öld) í einmælis og tvímælis; nafnorð: bermæli,
margmæli, tvímæli.
rétti (17. öld6) í tvíréttis*; mörg nafnorð koma fyrir með -rétti
sem viðlið, t.d. fullrétti, jafnrétti, samrétti, vanrétti.
síði (um 1400) í samsíðis og uppsíðis; nafnorð: samsíði.
sinni (14. öld) í optsinnis*, sólarsinnis* og svipsinnis; nafti-
orð: fásinni, liðsinni, samsinni, valsinni.
skeiði (14. öld) í afskeiðis*. í Norsku Hómilíubókinni kemur
fyrir hvorugkynsorðið afskeiði í sambandinu að gera eitthvað
til afskeiðis einhverjum og tel ég að atviksorðið eigi þangað
rætur að rekja.
stigi (15. öld) í einstigis (eða -stígis, handrit gera ekki mun);
nafnorð einstigi (eða -stígi).
streymi (14. öld) í forstreymis; nafnorð: andstreymi, óð-
streymi.
sýni (14. öld) í afsýnis*, ásýnis, fjarsýnis*, nærsýnis* og
tilsýnis, en það er einnig algengt í samsettum nafnorðum eins
og missýni, réttsýni, tilsýni og tvísýni.
sæti (um 1200) í samsætis*; fjölmörg nafnorð em mynduð
með -sœti að viðlið, t.d. dómsæti, forsæti, samsæti.
týni (13. öld) í samtýnis; nafnorð: samtýni.
veifí (13. öld) í váveifis; nafnorð: váveifi.
viðri (14. öld) í áviðris og forviðris; fjölmargar samsetningar
nafnorða em með -veifi sem viðlið, t.d. andviðri, bjartviðri,
hafviðri.
virði (14. öld) í einvirðis; nafnorð: t.d. andvirði, fullvirði,
hálfvirði.
vætti (14. öld) í yfirvættis; mörg nafnorð vom mynduð með
-vætti sem viðlið, t.d. benjavætti, eiðvætti, handsalsvætti.
3.2.2 Aðrir stofnar
Þau dæmi úr Fritzner sem eftir em og ekki em hvomgkyns ýa-stofnar
tengjast karlkyns-, kvenkyns og hvorugkynsorðum að síðari lið.
6 DN II (*1276 > apogr).