Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 20
18
Guðrún Kvaran
leið (um 1200) í aðraleiðis, afleiðis, áleiðis, allaleiðis, bein-
leiðis, engaleiðis, framaleiðis, framleiðis, heimleiðis, mið-
leiðis, sváleiðis, útleiðis, þáleiðis.
leiga (14. öld) í óleigis.
sól (14. öld) í andsælis, rangsælis og réttsælis.
stund (14. öld) í samstundis.
tíð (15. öld) í samtíðis.
í orðinu samstundis kemur ekki fram hljóðvarp þótt skilyrði sé fyrir
hendi og er það eina dæmi um slíkt sem ég hef fundið úr foma mál-
inu. Allt bendir til þess að það sé ungt (af miðaldaorði að vera) og
mun eldra f norsku en íslensku. Öll dæmi Fritzners (Fritzner 1886-
96 111:178) em úr norska fombréfasafninu og mikill meiri hluti dæma
ONP, þau elstu þeirra frá því laust fyrir miðja 14. öld. Dæmi úr íslenska
fombréfasafninu em öll frá seinni hluta 15. aldar og um 1500. í safni
ONP er eitt dæmi úr íslenska fombréfasafninu um samstyndis (1499)
sem sýnir ef til vill að samstundis hefur þótt framandleg orðmynd.
Ekki er líklegt að um sé að ræða tökuorð úr dönsku því að f seðla-
safni Gammeldansk ordbog í Kaupmannahöfn var aðeins eitt dæmi
um samstundes og er það fengið úr norska fombréfasafninu. Ekki er
heldur við miklum áhrifum að búast frá dönsku á norsku fyrir miðja
14. öld.
Samstofna hvomgkynsorðum öðram en ý'a-stofhum em fjögur orð:
berg (13. öld) í forbergis.
fang (14. öld) í bráðfengis (= bráðafangs).
snið (14. öld) í afsniðis (eða -snfðis, handrit gera ekki mun).
sund (15. öld) í miðsyndis.
í fljótu bragði virðist atviksorðið umbergis vera myndað af berg
eins og forbergis. Svo er þó ekki þar sem myndimar umbergis, um-
verbis, umvergis og umhvergis koma allar fram sem hliðarmyndir við
umhveifis. Ef til vill má hugsa sér að af myndinni um(b)hverfis hafi
fyrst myndast tvær hliðarmyndir, *umverfis sem umverbis ætti rætur að