Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 22
20
GuðrúnKvaran
omni lingva valet’ eða ‘það á við um öll tungumál’ (Bjöm Halldórsson
1814:27). Bjöm hefur ekki þekkt uppmna orðsins og reynt að finna
skýringu sem ætti stoð í íslenskum orðaforða.
Síðari samsetningarliðurinn -vettugis í yfirvettugis er í raun ein eign-
arfallsmynd fomafnsins vet(t)ki mynduð af þágufallinu vettugi með
eignarfallsendingunni -s (sbr. pllungis).
3.3 Dœmi iir OL
Þau dæmi sem fram komu úr orðstöðulykli að íslendinga sögum og
Sturlungu ásamt Áma sögu biskups og Hrafns sögu Sveinbjamarsonar
hinni sérstöku (OL) bættu litlu nýju við dæmasafnið úr eldra máli. Alls
var um að ræða 36 orð með 24 mismunandi síðari liðum sem allir vom í
orðabók Fritzners. í Áma sögu biskups kemur reyndar fyrir atviksorðið
afréttindis („lög votta að ljótlegur kaupmáli eða afréttindis ómátulegur
má ekki band fullkomna“) sem gæti verið af hvomgkyns -ija stofni.
Annað lesbrigði er „af réttindum“.
í íslendinga sögum koma fram 17 viðliðir með endingunni -is í
26 mismunandi orðum, þar af eru aðeins 5 viðliðir (-brekkis, -endis,
-sœlis, -tíðis, -vegis) sem ekki em að uppruna hvomgkyns -ya-stofnar.
í hinum sögunum em samtals 12 viðliðir í 17 orðum og sömuleiðis
aðeins 5 viðliðir (-bergis, -endis, -fætis, -hendis, -heyris) sem ekki eiga
sér samsvörun meðal hvorugkyns //'tí-stofria.
3.4 Forliðir ífornu máli
Ef aðeins er litið á fyrri liði samsetninganna í fomu máli kemur
í ljós að flestir þeirra teljast til forsetninga eða atviksorða (sem ég
hef kosið að kalla forliði). 9 þeirra teljast til lýsingarorða, 5 til for-
nafna, 2 til töluorða og 8 til nafnorða, en alls fann ég dæmi um 54
fyrri liði samsetninga. Af þeim koma sjö ekki fram í þeim dæmum
sem ég hef úr yngra máli: alla-, enga-,frama-, hall-, leið-, nýja- og
ör-.