Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 23
Um -is endingu atviksorða
21
4. is-atviksorð í yngra máli
4.0 Yfirlit
Til þess að athuga áframhaldandi þróun þessarar myndunar atviks-
orða leitaði ég til prófessors Baldurs Jónssonar, forstöðumanns Is-
lenskrar málstöðvar, og fékk hjá honum skrá yfir atviksorð í orðabók
Sigfúsar Blöndals (Sigfús Blöndal 1920-24) (Bl.)8 og hjá Orðabók Há-
skólans (OH) fékk ég lista yfir þau atviksorð í ritmálssafni Orðabókar-
innar sem enda á -is. Þessar skrár bar ég saman við dæmin úr orðabók
Fritzners. Úr listanum yfir atviksorð í Blöndalsbók fengust alls 169
samsetningar með 60 síðari liðum og úr ritmálsskrá OH fengust 326
samsetningar með 40 nýjum síðari liðum sem aðeins koma fyrir þar.
Taka verður fram að margar samsetninganna voru stakdæmi, þ.e. koma
aðeins fyrir einu sinni í ritmálssafninu. Ef síðari samsetningarliðir eru
bomir saman í listunum þremur kemur eftirfarandi í Ijós:
Aðeins í Fr.: 7
í öllum: 33
Hjá Fr. og Bl.: 5
Hjá Fr. og OH: 6
Hjá Bl. og OH: 19
Aðeins hjá Bl.: 3
Aðeins hjá OH: 40
Alls: 113
Þeir liðir sem aðeins koma fyrir hjá Fritzner em -bergis, -eigis,
-heimis, -kyndis, -sniðis (eða -sníðis), -stigis (eða -stígis) og -virðis.
Við þá mætti bæta þeim liðum sem eru Fritzner og Blöndal einum
sameiginlegir en þeir em -breytis, -byggðis, -fengis, -syndis og -vettugis
og allir merktir í Blöndalsbók sem úrelt mál. Þeir liðir sem aðeins
koma fyrir hjá Blöndal em -dreitis, sem merktur er staðbundið mál,
-hliðis og -hyrnis. Sameiginlegir Fritzner og OH em 6 liðir: -degis,
-grennis, -mœlis, -sœtis, -tímis, -týnis. Eftir em þá 59 liðir sem ýmist
Þakka ég íslenskri málstöð fyrir aðstoðina.