Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Side 27
Um -is endingu atviksorða
25
Þess er ekki getið í orðabók Fritzners (Fritzner 1886-96) en OH á
elst dæmi um orðið úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá miðri
16. öld. Dönsku orðin aldeles, anderledes,framledes, hvorledes, ind-
byrdes,jœvnsides, sáledes og særdeles eiga sér samsvaranir í íslensku
orðunum aldeilis, aðraleiðis,framleiðis, hvarleiðis, innbyrðis, svoleið-
is og sérdeilis og sjálfsagt mætti finna fleiri ef grannt er skoðað (sjá
einnig Skautrup 1947:90-92 og 240).
5. Algengustu viðliðir í nútímamáli
Að framan má sjá að viðliðimir eru mjög misfrjóir til orðmyndunar.
Um suma finnast aðeins eitt eða örfá dæmi. Aðrir hafa orðið uppspretta
allmargra nýyrða. Fáeinir liðir skera sig úr að dæmafjölda. Þeir eru:12
hönd: allshendis, bráðhendis,13 einhendis, fríhendis, greiðhendis,
hraðhendis, íhendis, mishendis, ranghendis, sjálfhendis, sviphendis,
sæhendis,14 umhendis, úrhendis. Dæmi OH um -endis < -hendis eru
nærendis, réttendis, tómendis.
langur: álengis, haustlengis, rimlengis ‘eftir endilangri rim’, skip-
lengis, strandlengis, vetrarlengis, veturlengis.
leið: andleiðis, áleiðis, ásleiðis, bílleiðis, boðleiðis, bogleiðis, bréf-
leiðis, djúpleiðis, eftirleiðis, einleiðis, eldleiðis, flugleiðis, fráleiðis,
gagnleiðis, heimleiðis, hraðleiðis, hvarleiðis, hverleiðis, hveruleiðis,
hvörleiðis, krókleiðis, landleiðis, langleiðis, líkaleiðis, oftleiðis, rak-
leiðis, samleiðis, sérleiðis, símleiðis, sjóleiðis, skipleiðis, stjómleiðis,
svoleiðis, svonaleiðis, sömuleiðis, úrleiðis, þessleiðis, þjóðleiðis.
lendi: erlendis, fjarlendis, frálendis, heimlendis, hérlendis, innlendis,
miðlendis, norðlendis, nærlendis, oflendis, samlendis, úrlendis, utan-
lendis, útlendis, þarlendis. Vissulega gæti liðurinn -land legið að baki
einhverra þessara orða. En ef gera má ráð fyrir -lendi í fomu máli er
fremur um áhrifsmyndanir að ræða.
sinni: bráðsinnis, fleirsinnis, frásinnis, margsinnis, oftsinnis, snögg-
sinnis, sólsinnis, sólarsinnis, þrásinnis, þráttsinnis, þrísinnis.
12 Sleppt er orðum sem dæmi eru um úr fomu máli.
13 Sjá athugasemd fyrr í greininni.
14 Notað í merkingunni ‘sjávarmegin við e-n’.