Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 57
Beygingarsamræmi
55
sem tengir hjálparbásinn við frumlagið og beygingarþættir frumlags-
ins hafa þar með engan „aðgang“ að hjálparbásnum. Og úr því að
ekki er nein fallbraut á milli frumlagsins og hjálparbássins er augljós-
lega ekki heldur nein tengibraut frá frumlaginu til sagnfyllingarinnar
kolt, þ.e.a.s. beygingarþættir frumlagsins hafa ekki heldur „aðgang“
að sagnfyllingunni. í stað þess að samræmast frumlaginu eru bæði
hjálparsögnin og sagnfyllingin því í ómörkuðum myndum, 3.p.et. og
hk.et.nf./þf.
I þessu sambandi er e.t.v. ástæða til að benda á að ekki virðist fýsilegt
að gera ráð fyrir því að aukafallsfrumlög séu grunnmynduð í frumlags-
sætinu og fallmerkt þar (t.d. af sagnfyllingu), a.m.k. ekki að gefinni
fallbrautahugmyndinni.20 Væri raunin þessi mætti búast við því að
fallbraut (þágufalls) tengdi sagnfyllinguna og frumlagssætið í (52),
þ-e.a.s. við gætum þá átt von á því að beygingarþættir frumlagsins
hefðu „aðgang“ að sagnfyllingunni (með árangrinum *Stelpunum var
köldum).
Allir nafnliðir verða að sjálfsögðu að standa í einhverju falli.21 Sam-
kvæmt greiningunni hér fyrir ofan má líta á nefnifall sem hvort tveggja
1 senn, eins konar „afgangsfall“ og „setningarfall“. Fái nafnliður f
húlburða setningu ekki fall með öðrum hætti (þ.e. innan einhvers setn-
lngarliðar) kemur hjálparbásinn, höfuð setningarinnar, til skjalanna og
úthlutar liðnum nefnifalli, og tryggir þar með að liðurinn fái a.m.k.
”Setningarfall“.22 Hjálparbásinn hefur þess vegna því aðeins „aðgang“
Þó allir á þessari skoðun og hefur t.d. Belletti (1988:25-27) stungið upp á því að
aukafallsfrumlög í íslensku fái „óhlutstætt" nefnifall frá hjálparbásnum, til viðbótar
aukafalh sínu.
Og reyndar er það ekki heldur fýsilegt ef gert er ráð fyrir að fallgjafi verði að
*>jjórna fallþega sínum. Sagnfyllingin getur t.d. ekki stjómað frumlagssætinu í (52)
(par eð það er utan lýsingarorðsliðarins). Kjartan Ottósson (1989:97) stingur upp
þvf að a.m.k. sum aukafallsfrumlög séu grunnmynduð í „ákvæðissæti" sagnliðar
^ specifier position), fremst í sagnlið aðalsagnar, og á svipaðan hátt má hugsa
s r að frumlagið í (52) sé grunnmyndað í ákvæðissæti lýsingarorðsliðarins, næst á
undan lýsingarorðinu. Hér gefst ekki tóm til að ræða kosti og galla þessara hug-
mynda.
22 bessi fallskylda er oft kölluð „fallasían" (e. Case Filter, sbr. Chomsky 1981:49).
Að breyttu breytanda minnir þetta á hugmyndir Zaenen, Maling og Höskuldar