Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 74
72
Halldór Ármann Sigurðsson
og í (92)-(94), þar sem nefnifallsfrumlögin í 6-setningunum svara til
þolfallsandlaganna í a-setningunum:
(92) a Við höfum ekki lesið bókina.
b Bókin hefur ekki verið lesin.
(93) a Við drekkum ekki þessa mjólk.
b Pessi mjólk er ekki drekkandi.
(94) a Við höfðum stækkað garðinn.
b Garðurinn hafði stækkað.
í öllum þessum setningatvenndum bera nefhifallsfrumlögin í b-setning-
unum sama merkingarhlutverk eða rullu og samsvarandi þolfallsandlög
í a-setningunum og þetta hlutverk ræðst af aðalsögninni hverju sinni.
í (93b) er t.d. um það að ræða að einhver „drekki mjólkina", eins og
í (93a), en ekki að „mjólkin drekki“ (sbr. Jón Friðjónsson 1982), og
„garðurinn varð stærri“ í (94b) engu síður en í (94a). Ef haft er fyrir
satt, eins og oft er gert (sjá t.d. Chomsky 1986:13-15 o.v.), að höfuð
geti aðeins ráðið merkingarhlutverki fylliliða sinna, og geri það þegar
í djúpgerð, verður að ætla að nefnifallsfrumlögin í ö-setningunum f
(92)—(94) séu djúpgerðarandlög aðalsagnanna.38
Nú er það reyndar svo að aukafallsfrumlög geta aldrei verið virkir
gerendur, enda eru setningar með þeim oft kallaðar „ópersónulegar“.39
En þetta er ekki sérstakt einkenni á aukafallsfrumlögum heldur virð-
ast öll afleidd frumlög vera „óávirk“, þ.á m. nefnifallsfrumlögin í b-
setningunum í (92)—(94). Að vísu eru stundum næsta regluleg tengsl á
milli tiltekins falls og ákveðinna merkingarhlutverka en þó eru mörg
38 Með merkingarhlutverkum eða rullum nafnliða er aðeins átt við merkingarvensl
þeirra við þann lið (oftast höfuð) sem stjómar þeim beint í djúpgerð. Að sjálfsögðu er
merkingarmunur á a- og ö-setningunum í (92)—(94) en hann virðist ekki varða merk-
ingarhlutverk andlaganna í a-setningunum og frumlaganna í ö-setningunum heldur
stafar hann af öðrum atriðum, einkum því að a-setningamar en ekki ö-setningamar
hafa nafnliði sem em virkir gerendur.
39 „Ópersónulegur“ er þó greinilega rangnefni á slíkum setningum nema einvörð-
ungu sé lagður formlegur skilningur í hugtakið, þ.e. eingöngu átt við að í þessum
setningum sé ekki beygingarsamræmi við frumlag.