Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 87
85
Beygingarsamrœmi með samsettu frumlagi
Hlutstæð nafnorð en óteljanleg, t.d. kaffi, snjór, rjómi:
(18) a Rjómi og sykur er dýr/*eru dýrir
b Afengi og tóbak er óhollt/*eru óholl
c Snjór og krap var mikið/*voru mikil
d Skolp og úrgangur var borinn út í fjöru/*voru borin út í fjöru
ID- Óhlutstæð nafnorð en teljanleg, t.d. kuldi, hróp, veður, deila, ganga:
(19) a Kuldi og rigning er leiðinleg/?eru leiðinleg
b Mótmælagangan og fundurinn fór/?fóru friðsamlega fram
c Mikill hiti og kuldi á/?eiga illa við marga
Óhlutstæð nafnorð og óteljanleg, t.d. óánægja, kvíði, skap, öfund:
(20) a Velmegun og tækni er mikil/?eru miklar
b Frágangur og málfar er eðlilegt/?eru eðlileg
c Afkoma og athvarf var tryggt/?voru tryggð
d Hiti og reykur var orðinn útbreiddur um bygginguna/?voru
orðnir útbreiddir um bygginguna
í dæmunum hef ég merkt valkosti ýmist með * (ótækt) eða ? (hæpið).
Slíkar merkingar eru vandmeðfamar og fela að sjálfsögðu ekki í sér
neinn endanlegan dóm. Þær endurspegla annars vegar málkennd og
mal mitt og hins vegar eiga þær sér stoð í því dæmasafni sem ég hef
Undir höndum og umsögnum ýmissa manna sem dæmin voru borin
Undir. Þau dæmi sem ég merki með ? nota ég ekki sjálfur en hef þó
Undir höndum sambærileg notkunardæmi. Þau dæmi sem ég auðkenni
með * nota ég ekki né heldur hef ég rekist á slík dæmi.
Fyrstu tveir flokkamir hér að ofan, með samsettum, hlutstæðum
rumlögum, virðast mér hafa nokkra sérstöðu. Með teljanlegum, hlut-
st®ðum fmmlögum (I) miðast samræmi í tölu ávallt við fleirtölu, þ.e.
einstakir hlutar fmmlagsins em „lagðir saman“ og samræmi miðast við
ei dina. Með óteljanlegum, hlutstæðum fmmlögum (II) virðist hins
Vegar ekki unnt að miða samræmi í tölu við heildina heldur aðeins ein-
staka liði. Samræmi í tölu og kyni með hlutstæðum fmmlögum virðist
því f föstum skorðum.