Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 94
92
Jón G. Friðjónsson
umsögn stendur á undan samsettu frumlagi, og er þá oftast miðað við
þaxui lið sem næst stendur umsögn:
(34) a Og áður þau slitu talinu er til heimtur Egill og Höskuldur
(fsl.: 1568)
b Leggur konungur og Gunnhildur svo mikla virðing á Ólaf
að... (ísl.:1565)
c var þar Egill og Þorsteinn son hans (ísl.:1568)
(35) En líkami Njáls og ásjóna sýndist mér svo bjartur (ísl.:288)
í dæmunum í (34) er samræmi miðað við þann lið samsetts fmmlags
sem næst stendur umsögn en í dæmi (35) miðast samræmi við fyrsta
liðinn enda er hann settur í brennidepilinn ef svo má segja með eignar-
fallseinkunninni Njáls. Þessi dæmi leyfa auðvitað ekki að dregnar séu
neinar algildar ályktanir um samræmi í fomu máli en renna þó stoðum
undir það valfrelsi í nútímamáli sem fram kemur í (33). Slík viðmiðun
við síðari lið samsetts, hlutstæðs fmmlags á e.t.v. rætur sínar að rekja
til þess að með samsettu, óhlutstæðu fmmlagi er reyndar oftast miðað
við síðari lið (eða þann lið sem næst stendur umsögn) eins og fram
hefur komið.
Þrátt fyrir nokkur frávik, sem líta má á sem stflbragð, virðist Ijóst að
samræmi í tölu og kyni með samsettu frumlagi, þar sem einstakir liðir
em hlutstæðir og teljanlegir, er oftast í föstum skorðum: Miðað er við
fmmlagið í heild, einstakir liðir frumlagsins em lagðir saman og kyn
ákvarðast af kyni einstakra liða séu þeir samstæðir en notað er hk.flt.
ef kyn er ósamstætt.
4.1.2 Hlutstæð og óteljanleg fmmlög
Tiltölulega fá hlutstæð nafnorð em aðeins til í eintölu, einkum em það
efnisheiti (t.d. kjöt, fiskur, öl, leÖur, vikur). Með slíkum óteljanlegum,
samsettum fmmlögum miðast samræmi við einstaka liði:
(36) Vikur(kk.) og sandur(kk.) er fluttur út.... [*em fluttir]
(37) a Bjór(kk.) og vúi(hk.) er selt við barinn [*em seld]
b Vín(hk.) og bjór(kk.) er seldur við barinn [*em seld]