Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 108
106
Kjartan G. Ottósson
kynna nokkur lykilhugtök um tungumálið. Það er nefnilega flóknara
en stundum er talið hvað mannlegt mál er, og enn flóknara er að gera
sér grein fyrir því hvers konar mál það er sem við höfum aðgang að frá
fyrri öldum.
2. Meðfæddur málhæfileiki og „norm“
Fyrst er að átta sig á tvíeðli tungumálsins, þar sem vinna saman
meðfæddur málhæfileiki (language faculty) og „norm“. Hver maður
fæðist með hæfileika til að læra mannlegt mál (sjá t.d. Chomsky 1986).
Þessi hæfileiki takmarkar möguleikana á því hvemig mál geta litið út
og gerir suma möguleika á uppbyggingu mála sennilegri en aðra, þar
sem þessir möguleikar liggja misvel fyrir málhæfileikanum. Norm er
hins vegar málhefðin, sem segir m.a. til um það hvemig möguleikamir
sem málhæfileikinn gefur em nýttir, í því sem kalla má málkerfi hvers
málnotanda. Normið er hin félagslega hlið tungumálsins, eins konar
ósýnilegur samningur um það hvemig fólk á að fara að til að gera
sig skiljanlegt. Normið ákveður líka sambandið milli hljóðstrengja
og merkingar, t.d. að ‘bók’ heitir bók á íslensku en ekki t.d. kniga.
Málið á hverjum tíma mótast af samspili þessara tveggja þátta, hins
meðfædda málhæfileika eins og hann birtist í málkerfinu, og hins vegar
normsins (sbr. Coseriu 1967). Þessir tveir þættir lúta hins vegar nokkuð
mismunandi þróunarlögmálum.
Málkerfið er í sífelldri þróun, eins og hlýtur að vera úr því að hver
málnotandi mótar sitt eigið kerfi þegar hann lærir móðurmál sitt. Það
sýnishom af máli sem bamið heyrir þegar það er að móta sitt málkerfi
breytist á tilviljanakenndan hátt, og málkerfið sjálft getur þá breyst líka.
Ekki aðeins er málbeiting fullorðinna ýmsum tilviljunum háð, það er
líka misjafnt frá einum tíma til annars að hve miklu leyti böm lsera
málið af fullorðnum en ekki hvert af öðm. Þegar böm læra af öðrum
bömum sem kunna ekki málið til fulls er torlærðum þáttum málsins
hætt. Önnur uppspretta málbreytinga er að breytingar á einum stað í
málkerfinu, t.d. hljóðbreytingar, geta haft áhrif á öðmm stöðum, t.d. í
beygingarkerfinu. Þannig geta einstök atriði í málkerfinu orðið óeðlileg
og frekar torlærð, og tilhneiging til að breyta þeim. Stundum er líka