Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Qupperneq 112
110
Kjartan G. Ottósson
persónan af bjóðast í fh. nt. bjóðumst, með fleirtölustofni, þar sem 2.
og 3. persóna hafa hins vegar stofhinn býð-. í fh. þátíðar er 1. persónan
buðumst, með sama stofhi og 2. og 3. persóna fleirtölu buðust, en hinar
eintölumyndimar hafa stofninn bauð. Einnig má nefha að ö-sagnir hafa
oft w-hljóðvarp í stofhi sameiginlegt með allri fleirtölunni í þátíð, t.d.
ek kölluðumst eins og þeir kölluðust. Þetta er þó minna um vert, því
að H-hljóðvarp var hljóðfræðilega skilyrt á þessu málstigi (gagnstætt
/-hljóðvarpi).3
Annað atriði sem gæti við fyrstu sýn virst víkja frá grundvallar-
mynstrum sagnbeygingarkerfisins er það að fyrsta persónan sker sig
úr eintölumyndunum, án þess þó að fylgja fleirtölumyndunum. Lítum
fyrst á viðtengingarháttinn. í þriðju persónu myndum eins og kallist
er viðtengingarhátturinn táknaður með /, en þetta / kemur hvergi fram
í fyrstu persónu myndum eins og köllumst. í þátíð veikra sagna birt-
ist sérstaða fyrstu persónunnar einnig, því þar er i í 2. og 3. persónu,
þú/hann gerðist, en ekki í 1. persónu (gerðumst).
Hér verður þó að gæta þess að einnig í germynd hafa 1. persónu
myndir stundum sérstöðu innan eintölunnar, án þess þó að fylgja fleir-
tölunni sérstaklega. Þetta gildir um viðtengingarhátt og þátíð veikra
sagna. Það hét sem sé (þótt) hann geri, þú gerir, en (þótt) ek gera, með
a en ekki /, og hann gerði, þú gerðir, en ek gerða. í öðrum tilvikum
sker 1. persónan sig ekki verulega úr eintölumyndunum í germynd á
þessu málstigi. í framsöguhætti nútíðar er 1. persónan án endingar en
er ekki sérstæð að öðru leyti, t.d. ek kalla, þú kallar, hann kallar. í þátíð
sterkra sagna og nútíð núþálegra hefur 1. persónan sömu mynd og 3.
persóna en 2. persóna hefúr sérstaka mynd, t.d. ekfór, þúfórt, hann fór.
í persónubeygingu germyndar vegast því á ýmis sundurgreiningarkerfí
og verður ekki séð að neitt þeirra sé svo mjög ríkjandi að það ákvarði
grundvallarmynstur.
Um 1300 tekur að gæta tilhneigingar í germynd til að afhema sérstöðu
1. persónunnar. Samkvæmt því sem áðan var rætt er ekki hægt að rekja
þessa tilhneigingu til þrýstings frá grundvallarmynstri. Tilhneigingiu
3 Fyrir uppkomu stoðhljóðsins u í -ur(-) olli sérhvert áherslulaust u hljóðvarpi á a í
undanfarandi áhersluatkvæði. Þó voru til undantekningar, a.m.k. graðungr.