Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 113
Breytingar á persónubeygingu miðmyndar
111
kemur fram með þeim hætti að mynd 3. persónu er einfaldlega tekin
UPP í 1. persónunni líka. Greina má á milli þriggja breytinga. Fyrst er
að nefna að ending viðtengingarháttar breytist úiaíi, þannig að í stað
Þótt ek gera og þótt ek gerða kemur þótt ek geri, þótt ek gerði. Þetta
leiðir til þess að / kemur fram í öllum persónum í viðtengingarhætti,
l-d. ek geri, þú gerir, hann geri. Um svipað leyti byrjar hins vegar þetta
1 að víkja fyrir u í fleirtölunni, þannig að endanleg niðurstaða verður
samstæðari eintala en efling þeirra skila milli eintölu- og fleirtölumynda
Sem þegar gætti í elsta máli, t.d. bauð - buðum, býð - bjóðum, talða
~ tölðum, og gerði(r) - gerðuð (með -ði(-) í eintölu, -ðu(-) í fleirtölu).
Annar þáttur þessara breytinga í germynd snertir framsöguhátt þátíðar
^ veikum sögnum. Þar verður líka a að /, kallaða verður kallaði, og
Það gerir eintöluna samstæðari. Þriðja breytingin snertir framsöguhátt
nútíðar, þar sem em stundum myndir á borð við ek hefir í textum. Þessi
ðreyting er hins vegar annars eðlis en hinar, því hún er norvagismi en
ekki sjálfsprottin, eins og ég vík hér að von bráðar.
í miðmynd kemur fram sama tilhneiging og í germyndinni til að
afnema sérstöðu 1. persónu innan eintölunnar og jafnframt til að skerpa
skilin milli eintölu og fleirtölu. Breytingin verður líka á sama hátt, með
Því að 3. persónu mynd er tekin upp í 1. persónu. Þetta helgast af því
að 3. persóna er einna hlutlausasta persónan merkingarlega og þegar
Samfali verður er það gjaman hlutlausasta myndin sem breiðir lír sér.
Seni sagt: Breytingar á fyrstu persónu myndum eintölu í miðmynd
eru nokkuð auðskildar sem ein birtingarmynd tilhneigingar sem einnig
8*tir í germynd um sama leyti. Þessi tilhneiging verður hins vegar
ekki skyrð með þrýstingi frá grundvallarmynstrum sagnbeygingarkerf-
1Slns nema í miðmynd, og aðstæður í svo sjaldgæfri formdeild sem
•mðrnynd hafa ekki getað gefið tóninn fyrir hina almennu tilhneig-
Þessi mynstur gegna hins vegar ákveðnu hlutverki í ffamgangi
f>reytingarinnar í miðmynd, eins og rætt verður síðar í þessum kafla.
% vík þá að því hvemig breytingin gekk fyrir sig, hvemig nýjar
myndir breiddust út. í töflu 2 hef ég dregið saman hlutfall nýrra mynda
1 ýmsum textum frá 14. til 16. öld.