Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 116
114
Kjartan G. Ottósson
gömlu myndimar em þaulsætnari en í handritunum því nýjar myndir
verða ekki algengar aftur fyrr en upp úr miðri 16. öld.
Það er nokkur ráðgáta að nýjum myndum skuli fækka um hríð eftir
1400 því slíkur öldugangur kemur ekki vel heim við það hvemig mál-
breytingar breiðast yfirleitt út. Annað atriði, sem sést að vísu ekki á
töflunni, mælir líka gegn því að hér sé um að ræða venjulega málbreyt-
ingu. Framsókn hinna nýju mynda hegðar sér ekki eins og vænta mætti
af slíkri breytingu. Ekki er að sjá að þær myndir breytist fyrst sem hafa
mesta sérstöðu; með öðrum orðum, nýjar myndir breiðast ekki fyrst út
í sterkum sögnum.
Nú mætti láta sér detta í hug að slakkinn á 15. öld stafaði af því
að frá þeirn tíma væri svo lítið til af textum frá þeim landshlutum
þar sem breytingin gekk hraðast fyrir sig. Ef rýnt er í töfluna sést
þó að þessi skýringartilraun gengur ekki upp. Ekki verður vart neins
marktæks munar milli landshluta á 14. öld en hins vegar er áberandi
hve hlutfall nýrra mynda getur verið mishátt eftir textum innan sama
landshluta. Ef litið er á allt dæmasafnið má líka sjá að mikill munur er
alloft milli mismunandi texta ineð sömu hendi. Um þetta sést reyndar
dæmi í töflunni, nefnilega munurinn milli Njáls sögu og Finnboga sögu
í Möðruvallabók.
Ef grannt er skoðað kemur í ljós nokkuð góð fylgni milli bókmennta-
greina og hlutfalls nýrra mynda. Kirkjuleg rit sem samin eru eftir 1300
eru yfirleitt í svokölluðum skrúðstíl sem einkennist m.a. af miklum
áhrifum frá latneskri setningaskipan. Einnig eru þar meira áberandi
áhrif frá norsku en almennt gerist. í þessum ritum, sem auðkennd eru
með / aftan við bókmenntagreinarlykilinn, er hlutfall nýrra mynda
áberandi hátt. Hlutfallið getur líka verið nokkuð hátt í sumum ritum
öðrum sem samin eru á 14. öld, svo sem í Finnboga sögu. Eldri rit
sem afrituð eru á 14. öld, svo sem flest ritin í Flateyjarbók, eru yfirleitt
látin halda sínum gömlu myndum. Eftir 1400 er skrúðstíllinn kominn
úr tísku og oft er dregið úr bonum þegar slík rit eru afrituð á 15. öld-
Ég hef athugað nokkur 15. aldar eftirrit skrúðstílsrita, nefnilega Maru1
jarteikna, ævintýra, og Nikulás sögu Bergs Sokkasonar. í ljós kom að ef
skrúðstíllinn er látinn halda sér haldast nýju myndimar gjaman einmg