Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 119
Breytingar á persónubeygingu miðmyndar
117
W að breytast og málnotandinn ósjálfrátt notfært sér mismunandi tíðni
nýrra mynda eftir háttum. Með því að halda gamalli mynd í fram-
söguhætti (þykjumst) en nota nýja mynd í viðtengingarhætti (þykist)
niátti fá fram greinarmun sem annars var almennur í beygingarkerfinu.
^rýstingur frá öðrum sögnum og sagnmyndum með nýju endinguna
Var þó svo sterkur að þessi takmarkaði ávinningur gat tæpast haldist til
lengdar.
A 17. öld eru gamlar myndir svo að segja einskorðaðar við iýa-sagnir
nema þar sem eldri rit liggja til grundvallar. Frá um 1700 koma aðeins
fyrir gamlar myndir af sögninni þykjast, sem er einna algengust ija-
Sagna í miðmynd, og þar deyja þær út um miðja 18. öld.
Þróun 1. pers. ft.: Við þykjustum eða öllu heldur þykjumst
Ef við snúum okkur þá að hinni breytingunni, breytingu fleirtölu-
mynda 1. persónu í miðmynd, sjáum við að þar em margar endingar
1 nmferð. Útbreiðsla þeirra í textum er rakin í töflu 3. Þar kemur fyrst
nlgengasta endingin og síðan hinar eftir fallandi tíðni, og er hin endur-
Vakta ending -umst auðkennd sérstaklega.
16. öld: -unst, -ust
17. öld: -unst, -ustum, -ust, -unstum
18- öld: -unst, -ustum, -umst, -ust, -unstum
19. öld: -umst, -ustum, -unst
20. öld: -umst, -ustum
Tafla 3: Tíðni endinga 1 . pers. ft. í textum.
Erá þvf Upp ýr mjðri 15. öld breytist endingin -umst í miðmynd (hvort
heldur er í eintölu eða fleirtölu) í -unst, og þeirri breytingu virðist
Ijáka um 1520.5 Þegar .líður á 16. öldina fær «n5t-endingin vaxandi
Samkeppni frá endingunni -ust, sem reyndar örlaði á þegar á seinni
hluta 15. aldar.6
s7
A sama hátt ætti endingin -imst í viðtengingarhætti að breytast í -inst, en þessi
ending virðist vera að deyja út á seinni hluta 15. aldar.
Reyndar má finna dæmi án nefhljóðstákns allt frá 14. öld og jafnvel fyrr en