Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 121
Breytingar á persónubeygingu miðmyndar
119
Endingin -ustum er að vissu marki auðskýrð: Þegar ending 1. persónu
fleirtölu, nefnilega -um, er horfin innan úr beygingarmyndinni er henni
skeytt við á eftir miðmyndarendingunni -st. Sú röð er málkerfinu eðli-
leg miðað við eðli og inntak endingaima. Meðal annars er miðmynd að
verulegu leyti orðmyndunarfyrirbæri (sbr. Kjartan G. Ottósson 1986),
°g tákn þeirra eru yfirleitt nær stofni en tákn beygingarformdeilda (sbr.
einnig umfjöllun Bybee 1985 um ,,relevance“). Enda þótt viðskeyt-
lng -um sé þannig í samræmi við tilhneigingu í málum yfirleitt um
náttúrleg tengsl milli innihalds og forms (iconicity) gengur viðskeyt-
mgin þó þvert á mynstur íslenskrar sagnbeygingar um röð morfema
eða beygingarvísa (exponents), þar sem miðmyndarvísirinn er ávallt
aftast.
Endingin -unstum áréttar það sem áður er komið fram að þær leifar
^w-endingarinnar sem fólgnar voru í n-inu þóttu ekki lengur nægileg
ávísun á persónu og tölu, og hafa reyndar ekki verið tengdar um-
endingunni í málvitundinni. Persónu- og töluendingin er því hengd
^ftan við.
Nú hlýtur sú spummg að vakna, hvers vegna ending persónu og tölu
lagðist aðeins við miðmyndina í 1. persónu en ekki í 2. persónu þótt
Þ^r vasri ekki ótvíræður beygingarvísir innan við miðmyndarvísinn.
^að heitir nefnilegaþykið í germynd, en þykist í miðmynd, ð-laust. Hér
verður að huga að stöðu endingarinnar -um sem beygingarvísis fyrir 1.
Persónu fleirtölu áður en hún lagðist við miðmyndina.
Pessi beygingarvísir hafði nokkra sérstöðu meðal persónu- og tölu-
er>dinga fyrir það að hann var alltaf eins í öllum háttum og tíðum
Þegar hér var komið. í fommáli hafði viðtengingarhátturinn endað
á 'im, þannig að M-ið kom ekki fram, en þegar kom fram um 1500
hafði viðtengingarhátturinn algerlega tekið upp endingar framsögu-
háttar í 1. persónu ft. Þannig hét það t.d. (við) þykjum og (þótt við)
hkjum en ekki lengur (þótt við) þykim. í 2. persónu fleirtölu em hins
Vegar tvær endingar enn í nútímamáli, annars vegar -ið í nútíð og
hins vegar -uð í þátíð: (þið) þykið en (þið) þóttuð. Annað atriði sem
skapaði 1. persónu sérstöðu meðal fleirtölumyndanna þegar endingin
'Ustum var að koma upp var tilvist samhljóða eintölumynda með -ust