Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 133
Hreinsun íslenskunnar
131
^agnússon létu eftir sig í handritum og var auðvitað ekki ætlað til
btftingar.
^iðhorf annars 18. aldar manns sem var næsta alþjóðlega sinnaður
skal nefnt hér. Það var Bjami Jónsson rektor í Skálholti (1725-1798).
^ann skrifaði í álitsgerð til stjómskipaðrar nefndar, Landsnefndarinnar
^”71, að íslendingar ættu að leggja niður íslensku, og segir þar m.a.
Œjami Jónsson 1770-71):
Jeg anseer det ikke allene unyttigt men og desuden meget Skadeligt
at man skal beholde det Jslandske Sprog. Saalænge Jslændeme havde
fælles-Sprog med andre Nordiske Nationer, var de allevegne i Stor
ære og anseelse; men nu omstunder siden deres Sprog er bleven
uforstaaeligt for andre, ere de meget ringe agtede. Det forhindrer
dem i deres omgiængelse med andre Nationer, i deres Handel og
^andel, hvorfore skulde man da være saa fastholdende derved? Lader
0s da fölge Norges og Færöemes Exempel. Lader os antage det
óanske Sprog, eftter som vi staar under en dansk Regiering, og i
communication med danske Folk ...
Skalholt bispegaard udi Jsland den 28e Augusti 1771.
Þessi sjónarmið þykja okkur nú framandi þó ekki séu nema rúmlega 200
ara gömul en á þeim tíma virðast þau ekki hafa verið eins fráleit og síðar
Þöhi. í danska ríkinu var það auðvitað skiljanlegt að embættismenn
Vlidu hafa eitt tungumál; það var til mikils léttis.
Sjónarmið þessara tveggja manna vitna um sterka alþjóða- eða alrík-
lshyggju sem ekki átti framtíð fyrir sér á íslandi, bæði vegna vaxandi
Þjóðemisstefnu í álfunni og hér á landi sérstaklega, m.a. vegna endur-
nyJaðs áhuga á fomum bókmenntum meðal þjóðarinnar.
^álhreinsun á 18. og 19. öld og árangur hennar
•7 Frœðafélög og Bessastaðir
Arið 1779 var stofnað í Kaupmannahöfn fræðafélag í anda upplýs-
mgarinnar, Lærdómslistafélagið, m.a. til eflingar norrænni tungu, þ.e.
^tensku. Á stefnuskrá þess var m.a. að nota hreina íslensku (Lærd:6).
n Þess komu út í 15 ár og þar forðuðust menn að nota útlend orð nema