Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 134
132
Svavar Sigmundsson
þau sem lengi höfðu verið notuð í málinu. Forustumaður félagsins var
Jón Eiríksson (1728-87) sem var undir áhrifum þýskaheimspekingsins
Christian Wolffs, föður hins þýska heimspekimáls (Sveinbjöm Rafns-
son 1989:35). Hjá Jóni er málhreinsun frjó stefna og hafði hann mikil
áhrif í málræktarátt, ekki aðeins á íslensku heldur einnig á danskt rit-
mál. Það em ekki síst áhrif þessa félags sem gera það að verkum að
segja má að málhreinsunin sé orðin opinber stefna hér á landi um
1800. Valdamikill embættismaður eins og Magnús Stephensen dóm-
stjóri (1762-1833) skrifaði í riti sínu, Eftirmœlum átjándu aldar ...frá
eykonunni Islandi (1806), að hún (þ.e. eykonan ísland) geti stært sig
af því að hún hafi fengið svo málfæri sitt varðveitt fram yfir flestar
aðrar frá 874 til þessa dags að það megi enn virðast sárlítið umbreytt
eða gallað í munni og penna skynugra manna og útlenda menn jafnvel
furði á. Magnús lætur eykonuna segja: „Þó eg nú ecki neiti, ad í daglegt
tal og skyndirit, lædist opt inn blendin ord eda talshættir hjá sumum,
veitir þó mprgum allhægt ad bjóda mál mitt hreint og vítalaust frarn*
(Magnús Stephensen 1806:760). Magnús var aðaltalsmaður upplýsing-
arstefnunnar um sína daga en hann var um leið þjóðlegur með þeim
hætti að hann vildi hafa íslensk nýyrði í stað erlendra fræðiheita og
taldi það mikinn ávinning fyrir málið ef tækist að koma því við.
í samþykktum félags þess sem Magnús stofnaði árið 1794, Landsupp'
fræðingarfélagsins, segir að engum ritgerðum sem teknar skuli til prent-
unar megi í neinu umbreyta „nema einstpku orda-tiltæki, sem annad-
hvprt er rángt í málinu edur blandad framandi túngum" (Samþ:10).
Magnús hafði mikil áhrif með því að ráða prentverki landsins um
sína daga og hann fékk m.a. Hannes Finnsson biskup til að setja saman
lestrarbók fyrir almenning, Qv0ld-v0kurnar 1794 (Hannes Finnsson
1796-7), sem þóttu vera á góðu máli á mælikvarða sinnar tíðar.
Hjá Magnúsi ólst síðan upp Sveinbjöm Egilsson síðar kennari í
Bessastaðaskóla. Undir handarjaðri hans í skólanum skerptist enn mál*
hreinsunarstefna og hann átti mikinn þátt í viðgangi hennar. Eftir hann
áttu eftir að koma menn sem gerðu enn meiri kröfur til hreinleika
málsins en hann, Fjölnismenn.
í Bessastaðaskóla var málhreinsun ríkjandi stefna meðal kennaranna