Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 138
136
Svavar Sigmundssoti
Ég hef talið tökuorð í 16 bréfum hennar frá 1809-1849 til Gríms
amtmanns bróður síns (sjá U). Niðurstaðan sést í töflu 1. Greinilegt er
að veruleg breyting verður á hlutfalli erlendra orða hjá Ingibjörgu á
áratugnum 1809-19, frá 4,2% til 1,7%. Á miðju tímabilinu, þ.e. 1814,
er hlutfallið mitt á milli. Úr því helst það nokkum veginn fram til 1840,
þegar það lækkar niður í 1,5% og er um 1% við lok bréfaskiptanna.
Ástæðan til þess að Ingibjörg virðist skrifa hreinna mál eftir því sem
líður á gæti verið málumhverfíð á Bessastöðum en einnig ber að taka
tillit til þess að hún skrifar ekki um sömu efhi í fyrstu bréfum og í þeim
seinni. Eftir því sem líður á ævina fer hún að takmarka sig meira við
fjölskyldumál sín og hagi heima fyrir en ekki lífið í Reykjavík eins og
hún gerir í fyrstu bréfunum sem ung stúlka. Þetta kann að hafa haft
áhrif á orðavalið.
Ég hef reynt að telja saman tökuorðin í bréfum Ingibjargar til Gríms
Jónssonar (alls 113 bréfum) og hefur mér talist til að framandleg orð
eða orðasambönd séu um 540. Þama er bæði um að ræða hrein dönsk
orð og íslenskaðar myndir erlendra orða. Jafnframt hef ég reynt að
finna íslensk samheiti við þessi orð hjá henni í bréfunum og hef komist
að því að um 1/3 hluti erlendu orðanna á sér íslensk samheiti hjá henm-
Sem dæmi um samheiti má nefna þessi:
(3) aðskiljanlegt: ýmislegt
bekymring : áhyggja, kvíði
landsmaður: landi
mannskap: fólk
stakkels : vesalings
Aftur á móti hef ég ekki fundið samsvaranir hjá henni við þessi orð, svo
að dæmi séu nefnd: anvisning, brúka, kontór, móður, smerta,þanki.
2.4 Afdrif tökuorðanna
Ennfremur hefur verið gerð lítil athugun á afdrifum þessara 540
orða í málinu síðar. Þar hef ég stuðst við orðabók Sigfúsar Blöndals
(1920-24). Niðurstaðan af þessari athugun er eftirfarandi: