Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 140
138
Svavar Sigmundsson
ské, máti, meina, meining, mikið (atviksorð með lýsingar-
orði), narra, óforgengilegur, partur, prins, prísa, sáralítill, sinn-
isveikur, síða, sjá í gegnum, ske, snertur, soddan, sort, stúdera,
tilbaka, tilfelli, uppá, uppfylla, útmála, við það sama, virki-
legur, yfirhöfuð, þéna
Þessi orð hafa verið hluti af málinu þegar á 19. öld og það hefur verið
erfitt þá eins og nú að telja fólki trú um að það væri sérstaklega óþjóðlegt
að nota þau.
Þrátt fyrir tölumar hér að framan um breytingu á fjölda tökuorða
í bréfum Ingibjargar má auðvitað hafa efasemdir um hvort sjálf mál-
hreinsunarstefnan sé þar ein að verki. Ýmislegt fleira getur komið til
eins og bent var á, m.a. önnur áhugamál sem tengjast hefðbundnara
málfari. Fólk hefur verið fastheldið á talmál sitt og málhreinsunin hef-
ur sennilega ekki náð verulega til þess þó að hún hefði sín áhrif á
ritmálið.
Sem dæmi um takmarkaðan árangur málhreinsunarstefnunnar skulu
hér talin upp þau tökuorð og slettur sem mér telst til að komi fyrst fyrir
í bréfum Ingibjargar eftir 1836, þ.e. eftir að Fjölnir fer að koma út:
(5) ansvar, betrekk, dekksbátur, fastaland, flinkur, fríast við,
fylgjari, galinskapur, ganga til, gestgefarahús, heimsýki, yfu-'
höfuð, höfuðstaður, innfall, innihald, júristi, kálrabí, kasta af
sér, kramvara, landsmaður, láta vera, lempa, lífréttur, maka-
laus, mikið (atviksorð með lýsingarorði), móðlaus, nervefeb-
er, óforgengilegur, prins, prísa, púntera út, rodemeistari, rneð
það sama, sjá í gegnum, snertur, standa inni fyrir, taka á móti,
tilbaka, ungdómstíð, uppfylla, upprétta, útmála, þenkjandi,
þungsinni, þúsund þakkir
3. Sérstaða íslendinga: Hugmynda- og félagslegar orsakir
Rómantíska stefnan, þjóðemishreyfingar 19. aldar og hugmyndu
um einingu máls og þjóðar skipta miklu máli um endumýjaðan áhuga á
málhreinsun en nauðsynlegt er líka að líta á hið íslenska samhengi sér-