Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 141
Hreinsun íslenskunnar
139
staklega. Fólksfjölgun varð allmikil við sjávarsíðuna suðvestanlands
á f. hl. 19. aldar (Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson
1990:15). Bændastétt landsins hafði alltaf haft hom í síðu þéttbýlis-
og taldi af því stafa allt hið illa, m.a. danskan málblending. Þegar
stéttaandstæður fóru að skerpast í álfunni og borgarar urðu þar aðal-
valdastéttin var það bændastéttin hér sem fékk áþekka stöðu í samfé-
laginu (sjá Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson 1988:148). Jón
Sigurðsson notaði sér styrk betri bænda og presta í stjómmálabaráttu
sinni. Hluti af hugmyndakerfi bændastéttarinnar hefur verið að halda
sínu eigin máli og skerpa andstæðu þess við mál þéttbýlisins hvar sem
var við sjávarsíðuna. Hugsanlegur uppgangur sjávarþorpa varð ögmn
v,ð sveitamálið og bændamenninguna. Flestir þeirra skólapilta sem létu
si8 málið skipta vom líka bændasynir.
Málhreinsunarstefhan endumýjaðist frá Kaupmannahöfn og var
sterkust þar í raun þó að hún dafnaði líka vel í einangruninni hér, í
skólanum á Bessastöðum og síðan í Lærða skólanum í Reykjavík. En
1 íslenskum vemleika, utan skólanna, varð hún ekki eins afdráttarlaus,
t-d. hjá Tómasi Sæmundssyni, eins og kemur fram í bréfúm hans eftir
að hann flytur aftur til íslands (sjá TS:205-207).
Fram hjá því verður ekki gengið, að málhreinsunarmenn 19. aldar
reyndu að búa til nýtt mál, einskonar „Hochsprache“, sem byggðist á
f°rnu máli og máli bændafólks með ívafi nýsmíðaðra orða. Þetta er sú
»recodification“ sem Haugen (1987) ræðir og minnst var á í inngangi.
^lmenningi við sjávarsíðuna og embættismönnum af gamla skólanum
^efur ekki fallið hið nýja málsnið meira en svo og það var of fjarri
^lmáli þorra fólks til þess að það þætti eðlilegt mál. Fjölnir þótti „ekki
laus við tilgerð“ (Benedikt Gröndal 1965:210). Málhreinsunarmenn
náðu heldur ekki fram ýtmstu kröfum sínum. Árangur málhreinsunar-
stefnunnar virðist á yfirborðinu mikill en hafa ber í huga að málsniðið
Sem Fjölnir byggðist á var til fyrir, hjá alþýðlegum sagnaritumm og í
munni sveitafólks. Tiltölulega lítill hópur manna ritaði málið eins og
Það var hjá embættismönnum og það málsnið átti sér ekki nægilega
sterkan bakhjarl í mæltu máli til að lifa af. Öll skilyrði vom fyrir því
að danska og dönskublendingur væm brennimerkt (,,stigmatisemð“) í