Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 155
153
Mál er að mæla
V C V+C c/v+c
masa 222 154 376 0,41
massa 100 231 331 0,70
koma 169 116 285 0,41
komma 76 199 27 o 0,72
brúna 205 94 299 0,31
brúnna 110 184 294 0,63
bara 229 29 258 0,11
barra 122 103 225 0,46
mola 188 106 214 0,36
Alla 120 205 325 0,63
Tafla 3: Lengd s, m, n, r, l í innstöðu milli sérhljóða (sbr. Games
1976:104-113)
Hér er greinilegur munur á löngum og stuttum samhljóðum en þó er
munurinn mismikill. Minnstur er munurinn á stuttu og löngu s-i, eða
nákvæmlega 2:3, en mestur á stuttu og löngu r-i, u.þ.b. 2:7. Hlutföllin
nnlli í-hljóðanna em þau sömu og hjá Stefáni Einarssyni en stutt r er
hins vegar hlutfallslega miklu lengra hjá Stefáni en Söm.
3-4 Magnús Pétursson
^•4-1 Athuganimar
Magnús Pétursson hefur gert nokkrar rannsóknir á lengd hljóða í
’slensku og birt niðurstöður sínar allvíða og em þær að mörgu leyti
frábrugðnar niðurstöðum annarra rannsókna. Sökum þessa verður hér
farið fremur nákvæmlega í saumana á skrifum Magnúsar um þetta
efni. Við höfum einkum stuðst við Magnús Pétursson (1974b, hér
eftir MP 1974b) enda greinir Magnús þar ítarlegast frá niðurstöðum
rannsóknar sinnar. í þessari rannsókn vom hljóðhafar sex, tveir Norð-
^ndingar og fjórir Sunnlendingar. Efniviður var texti sem samanstóð