Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 166
164
Þorsteinn G. Indriðason o.fl.
Eins og ævinlega í tilraunum af þessu tagi var reynt að villa sem mest
um fyrir hljóðhöfum í þeim tilgangi að leyna eiginlegu raimsóknarefhi-
Það tókst misjafnlega en þó teljum við að meint vitneskja hljóðhafa
um tilgang rannsóknarinnar hafí ekki haft áhrif á heildamiðurstöður.
Hljóðhöfum var sagt að þeir ættu að reyna að halda sama hljómfalli og
talhraða í gegnum allt setningasafnið. Ef fyrir kom að hljóðhafí mislæsi
setningu var hann beðinn að endurtaka hana.
Umhverfí rannsóknarhljóðanna var þannig valið að samhljóð í fram-
stöðu hefði sem minnst áhrif á sérhljóðið í áhersluatkvæðinu þannig að
auðvelt væri að lesa mörk samhljóðs og sérhljóðs af hljóðrófsritunum-
Því voru notuð órödduð samhljóð (ófráblásin lokhljóð og s, f og h)»
framstöðu.18 Sú stefna var mörkuð að velja orð sem til eru í málinu. Var
það einkum gert til þess að lestur hljóðhafanna yrði sem óbrjálaðastur.
Upptökur fóru fram í málveri heimspekideildar HÍ að Aragötu 14
dagana 2. og 9. maí 1987. Málverið er ekki hljóðeinangrað en næði var
frekar gott. Notað var segulbandstæki af tegundinni Tandberg OXD
Cross-field, Dolby System. Segulbandið sjálft var af gerðinni Maxell
35-90B og var tekið upp á hraðanum 3 3/4.
4.2 Hljóðhafar
Hljóðhafar voru 12 talsins, eins og áður sagði, sex Sunnlendingar og
sex Norðlendingar og var skipting jöfn eftir kynjum innan beggja hópa-
Sunnlendingamir eru merktir tölunum 1,2, 3,4, 5 og 9 í rannsókninni,
en Norðlendingamir tölunum 6,7, 8, 10,11 og 12. Hljóðhafamir voru
á aldrinum 20-30 ára og allir þáverandi eða fyrrverandi stúdentar við
Háskóla íslands. Nokkuð bar á því að stuttu lokhljóðin væm fráblásin
hjá Sunnlendingum. Kann það að hafa stafað af ofvöndun í lestri þótt
erfitt sé að fullyrða um það. A.m.k. einn Sunnlendinganna (4) var með
einhljóðaframburð í bogi. Allir Norðlendingamir vom harðmæltir og
flestir með raddaðan framburð. Einn þeirra (11) bar orðið kringla fram
með lokuðu g-i.
18 í Ijós kom þó að valið ilií framstöðu var óheppilegt þar sem erfitt gat reynst að
greina það frá eftirfarandi sérhljóði.