Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Síða 171
Mál er að mœla
169
Lokhljóð
Lokhljóðum er hér skipt í þrjá flokka: löng, stutt og aðblásin. Síð-
astnefndi flokkurinn liggur reyndar strangt tekið utan við meginefhi
þessarar rannsóknar, því aðblásin lokhljóð fara á eftir samhljóði (þ.e.
[h]) en ekki sérhljóði og falla því ekki undir það hljóðumhverfi sem
hér er athugað. Aðblásin lokhljóð eru þó höfð með til að fá sem bestan
samanburð við aðrar rannsóknir á samhljóðalengd í íslensku.
5-1.1 Sunnlendingar
Niðurstöður lokhljóðamælinga hjá sunnlenskum hljóðhöfum koma
fram í töflum 11 og 12.
V lok frbl/opn C V+C C/V+C
gapa 162 115 32,8 148 310 0,48
gata 169 122 34,3 156 325 0,48
haki 156 133 50,5 184 340 0,54
haka 151 115 40,5 156 307 0,51
Meðaltal: 160 121 39,5 161 320 0,50
Tqfla 11: Meðallengd stuttra lokhljóða í innstöðu hjá Sunnlendingum
V lok frbl/opn C V+C c/v+c
gabba 79,2 213 11,2 224 303 0,74
gadda 79,3 223 14,2 237 317 0,75
haggi 76,3 220 31,2 251 328 0,77
hagga 63,8 201 18,0 219 283 0,77
Meðaltal: 74,7 214 18,7 233 308 0,76
^afla 12: Meðallengd langra lokhljóða í innstöðu hjá Sunnlendingum
Eins og þessar töflur bera með sér er munur stuttra og langra lokhljóða
' Sunnlensku mjög greinilegur, eða 93 ms að meðaltali. Meðal einstakra
Jöða munar mestu á tannhljóðum (101 ms), en minnstu á gómhljóðum
(8fr-7 ms).