Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Side 176
174
Þorsteinn G. Indriðason o.fl.
Sunnlendingar
stutt aðblásin löng
lokun opnun aðbl. lokun lokun
p 115 32,8 86,8 120 213
t 122 34,3 98,0 136 223
c 133 50,5 144,0 119 220
k 115 40,5 115,0 123 201
Mtal: 121 39,5 111,0 125 214
Norðlendingar
stutt aðblásin löng
lokun frábl. aðbl. lokun lokun
P 122 43,5 82,3 129 180
t 123 50,3 85,8 111 179
c 116 81,2 101,0 104 163
k 112 62,7 98,8 104 157
Mtal: 118 59,4 92,0 112 170
Tafla 17: Meðallengd lokhljóða í innstöðu hjá Sunnlendingum
Norðlendingum
Eins og glöggt má sjá af töflu 17 eru löng lokhljóð að jafnaði 44 ms
lengri í sunnlensku en norðlensku. Þessi munur (214-170) jafngildú’
25,9 af hundraði. í stuttu lokhljóðunum munar hins vegar aðeins 3 ms-
Af þessu leiðir að munur stuttra og langra lokhljóða er 41 ms meiri í
sunnlensku en norðlensku. Til að sýna þennan mun enn betur má rifja
upp að hlutfall stuttra og langra lokhljóða er 1:1,77 í sunnlensku en
1:1,44 í norðlensku. En þar með er ekki öll sagan sögð. Sé fráblást-
ur/opnun tekin með í dæmið verða „stutt“ lokhljóð í norðlensku aðeins
14,7 ms styttri en löng, sem er vel undir skynjunarmörkum. Það er þvl
annaðhvort lengd undanfarandi sérhljóðs eða fráblástur sem aðgreinu"
stutt og löng lokhljóð í norðlensku.
Aðblásin lokhljóð eru 4 ms lengri en stutt í sunnlensku en 6 ms styttn