Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 177
Mál er að mœla
175
en stutt í norðlensku. Sama virðist því gilda um aðblásin lokhljóð og
stutt í báðum þessum mállýskum.
Hvað einstök málhljóð varðar gefur tafla 17 glögga vísbendingu um
að gómhljóðin hegði sér öðruvísi en varahljóðin og tannhljóðin, bæði
í norðlensku og sunnlensku. Þannig hafa gómhljóðin greinilega lengri
fráblástur/opnun en hin hljóðin. Aðblástur gómhljóðanna er einnig
lengri en hinna hljóðanna. í töflum 11 og 12 og 14 og 15 sést auk þess
að sérhljóð em styttri á undan gómhljóðum en vara- og tannhljóðum.
Einnig er athyglisvert að hlutfallið C/C+V er alltaf hæst í gómhljóð-
unum og samanlögð lengd lokhljóðs er lengst í framgómhljóðum í 5
tilvikum af 6 (sbr. töflur 11-16 hér að framan).
5-2 Önnur samhljóð
í þessum kafla em birtar niðurstöður um lengd nokkurra samhljóða
annarra en lokhljóða (/, m, n, r, s) í sunnlensku og norðlensku.
5-2.1 Sunnlendingar
V C V+C C/V+C
fasi 187 186,0 373 0,50
sami 178 106,0 284 0,37
hana 159 97,0 256 0,38
fara 197 49,3 246 0,20
hali 174 107,0 281 0,38
Mtal: 179 109,0 288 0,37
Tafla 18: Meðallengd stutts l, m, n, r, s í innstöðu hjá Sunnlendingum